Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 41
NÁTTÚRUI'RÆÐINGURINN
143
millihnútafrumur þaktar af mjórri barkfrumum, sem vinda sig
utan um þær, og eru ættkvíslirnar auðgreindar á þessu.
Ur neðstu hnútunum vaxa rætlur, sem festa jurtina við undir-
lagið, sem venjulega er leir í botni tjarna og vatna. Oft safna þessar
jurtir kalki eða kísli, sem myndar skán eða liylki utan á jieim, og
gerir það að verkum, að þær verða stundum mjög brothættar (sbr.
enska heiti þeirra: stonewort), en veldur því jafnframt að mót
þeirra geymast óralengi í jarðlögum.
Æxlun kransþörunganna getur verið margs konar. Þeim getur
fjölgað með vaxtaræxlun, líkt og ýmsum blómjurtum, bæði með
renglum og smáhnúðum, sem vaxa á greinöxlunum eða rætlunum
og losna síðan frá.
Kynæxlun er líka algeng. Æxlunarfærin sitja á greinöxlunum,
oftast egg- og frjóhirslur saman (1. mynd), og er gerð þeirra mjög
sérkennileg, og á sér víst engan líka meðal annarra plantna. Egg-
hirslurnar eru egg- eða tunnulaga, umvafðar af 5 mjóum frumum,
og mynda endar þeirra svonefnda „krónu“ ofan á hulstrinu, en í
hverju hulstri er aðeins eitt egg, mjög stórt miðað við það sem
gerist hjá þörungum. Frjóhirslan er kúlulaga, oft álíka stór eða
stærri en egghirslan, jafnan áberandi lituð, rauð eða rauðgul, og
I. mynd.
Útlend Nitella-tegund
með gró- og egg-
liirslum.
'V