Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
147
egglaga, 400—500 u á lengd, dökkbrúnt eða svart með 6—8 skrúfu-
listum. Tvíkynja.
Samkvæmt A. Langangen hefur A. Feddersen safnað þessari teg-
und í Apavatni syðra 7. júlí 1886, og er eintakið í grasasafninu í
Kaupmannahöfn.
Sumarið 1972 (19. júlí) söfnuðum við Sigurður Jóhannesson
Nitellategund úr botni Svínavatns, af 10—15 m dýpi, og reyndist
það vera þessi tegund. Var hún þarna mjög stórvaxin, allt að 60 cm,
og virtist þekja botninn á stórum svæðum. Samkvæmt upplýsing-
um Langangen eru eintökin úr Apavatni mun minni, enda er það
grunnt og næringarríkt vatn. Líklegt er að N. flexilis leynist all-
víða í vötnum hér á landi, en botnlíf þeirra hefur lítið verið kannað.
Chara Vaill. (Kaðalkrensa, keðla)
Stöngull og greinar hlutfallslega sverari og styttri en hjá Nitella,
langoftast þaktar að utan með mjóum og löngum frumum, sem
oft mynda snúninga, sem minna á kaðal. Frumur þessar vaxa frá
hnútunum og mynda líkt og börk utan um jurtina. Eru tegundir
þessarar ættkvíslar því auðþekktar á þessu frá NiIc//a-1egundu m,
sem hafa engan slíkan börk. Greinarnar einfaldar (ógreindar) eða
með stuttum bleðlum, sem oftast sitja í krönsum, og á stofnunum
eru líka stundum smáblöð eða þyrnar, einkum neðan við greina-
kransinn. Krónan með 5 frumum.
Samkvæmt Langangen (1972) er aðeins ein Chara-tegund þekkt
hér á landi, Chara globularis (= C. fragilis). Sem fyrr segir, er þó
getið tveggja annarra tegunda í gömlum heimildum, C. hispida og
C. vidgaris, sem hvort tveggja eru algengar tegundir í Evrópu, og
hafa líklega af þeim ástæðum komist á skrá hér. Þær eru báðar
fremur suðrænar, t. d. vaxa þær aðeins syðst í Noregi, og því er ólík-
legt að þær vaxi hérlendis.
Chara globularis Thuill. (= Cliara fragilis Desv., Ch. delicatula Ag.
p. p. (2. mynd)
5—30 cm á hæð, þéttvaxin, grágræn, oft mjög kalkborin. Bleðlar
lítið áberandi og broddar engir. Greinar 6—9 í kransi, stífar, 6—9
liðaðar, þaktar barkfrumum eins og stofninn, nema endafruman.
Tvíkynja. Egghirslur egglaga eða aflangar, um 1 mm á lengd og