Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 52
154
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hákon Aðalsteinsson:
Fiskstofnar Mývatns
Inngangur
í Mývatni eru þrjár tegundir vatnafiska, bleikja Salvelinus alp-
inus, urriði Salmo trutía og hornsíli Gasterosteus aculeatus. Bleikj-
an er mikilvægust nytjafiskanna, en urriði veiðist einnig talsvert,
einkum í austanverðu vatninu. Af bleikju eru tvö afbrigði, þ. e.
hin venjulega vatnableikja (Mývatnsbleikja) og krús, eins og Mý-
vetningar kalla hana. Krúsin verður aldrei eins stór, sjaldan yfir
25 cm, og er grárri á lit. Krúsin heldur sig langmest í austanverðu
vatninu (Bolum). í gjám við vatnið finnst smábleikja, sem Mývetn-
ingar kalla gjáarlontur. Þær eru líkari krúsinni, en verða líklega
ekki eins stórar, varla yfir 15 cm langar.
I skandinavískum vötnum finnast einnig tvö afbrigði bleikju og
telja Nilsson og Filipsson (1971) mjög líklegt, að um sé að ræða
stofna, sem ekki geta blandast, og væru þá hér á ferðinni tvær teg-
undir samkvæmt skilgreiningu Mayers (1963). Gjáarlonturnar eru
sennilega af sama toga og krúsin; þær eru mjög líkar að útliti.
Af urriðanum eru hugsanlega tveir stofnar. Annars vegar urriði,
sem elur allan aldur sinn í vatninu og hins vegar urriði, sem geng-
ur milli Laxár og Mývatns. Urriðaveiði var að sögn nokkuð mikil
í Ytri-flóa fram til þess, að gerðar voru stíflur í ósa vatnsins. Göng-
ur úr ósunum til lindarsvæða í Ytri-flóa sunnan Voga á haustin og
riðaveiði þar, bendir til hrygningar í Mývatni, en venjulegt háttar-
lag urriða er að ganga úr vötnum í læki og ár og hrygna þar. Lítið
er vitað um stofna urriðans í Mývatni og Laxá enn sem komið er,
en von er til að úr rætist, þar sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur
hefur nú hafið athuganir á þeim.
Fáir hafa fram til þessa gert rannsóknir á fiskistofnum Mývatns.
Dr. Bjarni Sæmundsson (1915) aldursgreindi Mývatnsbleikju og
athugaði fæðu í nokkrum mögum.
Þjóðverjinn Karljosef Lamby (1941) er sá eini, sem áður hefur