Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
157
„ 60-
E
cn
c 50-
40-
30-
20-
10-
1973
I I
s----q 1933 ( Lamby 1941)
K
/
.1
JASON JASON JASON JASON JASON JASON MÓnuair
I ~ I T I ~ I I I ~ I
3 4 3 6 ' Aldur! sumrum
1. mynd. Áætlaður árlegur vöxtur bleikju í Mývatni. Byggt á gögnum Lam-
by’s frá 1933 og eigin athugun 1973. — Individual size in different age classes
of char in Mývatn 1933 (Lamby) and 1973.
ári fyrstu 4—5 árin, en síðan dregur úr vextinum. Á 1. mynd sést
að í athugun Lambys bar mest á tveimur árgöngum, sem sáralítið
veiðast nú, en það voru 5. og 6. aldursflokkarnir, sem þá voru
mikilvægastir a. m. k. í riðsilungsveiðinni. Sennilega veldur aukin
veiði, meiri sókn og betri veiðarfæri þessari yngingu í bleikju-
stofninum.
Fæðuval
Það er margt, sem hefur áhrif á, hvaða fæðu fiskurinn velur;
fyrst og fremst hefur hann tilhneigingu til að velja það stærsta,
sem hann getur gleypt. Með því sparar hann orku, sem annars færi
í að elta uppi eða tína í sig rninni fæðuagnir. Hins vegar velur hann
það sem mest er af í hvert skifti eða það sem léttast er að ná í, þó
að smærra sé. Stærri lífverur sömu tegundar lifa yfirleitt á stærri
fæðutegundum en þær minni. í öðru lagi virðist bragðið hafa
nokkra þýðingu og það er þekkt, að fisktegundir hafa ólíkan smekk,
þannig að þær velja úr þá tegund fæðu, sem fellur þeim bezt í geð
og snúa sér með tregðu að öðrum fæðutegundum. Þó nær þetta