Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
163
Mun minna veiddist af hornsílum á haustin (sept,—okt.) en yfir
sumarið. Sennileg skýring á því er sú, að aðeins veiðast gömul
hornsíli og þau drepast fljótlega eftir að hrygningu líkur.
Fæðuvaí hornsíla er sýnt í töflu 5. Meginmunurinn á fæðuvali
hornsíla og bleikju er sá, að hornsílin lifa enn meir á botndýrum.
Mýlirfur eru ríkjandi í fæðunni á rannsóknartímanum, og krabb-
ar, einkum botnkrabbar, eru einnig algengir, einkum sumar og
haust. Cyclops sp. er nokkuð algengur í fæðunni, en sú tegund
finnst bæði við botn og í svifi og verður ekki sagt með vissu um
uppruna þeirra, nema hvað líklegt má telja, að hornsílin sæki þá
á botninn, ef tekið er mið af fæðuvalinu að öðru leyti (sjá töflu 5).
Fæðuval er nokkuð breytilegt eftir svæðum í vatninu, þannig
eru vatnabobbar mun algengari í fæðunni í Bolum og Ytri-flóa,
einkum í Ytri-flóa. Þar er einnig minna um botnkrabba. Fyrri
hluta sumars verður nokkuð vart við „kannibalisma“, einkum í
Ytri-flóa, þegar hornsílin éta eigin hrogn. Þar verður einnig vart
við ólseig bandormahræ og gróður. Það bendir til, að lífsskilvrði
í Ytri-flóa séu heldur erfiðari en í Syðri-flóa, vegna minna fram-
boðs á hentugum fæðutegundum, eins og sýnt hefur verið fram á
varðandi bleikjuna.
Samanburður við 1969 (gögn frá dr. Arnþóri Garðarssyni)
í töflu 6 og 7 er fæðuval bleikju stærri en 30 cm og hornsíla
borið saman mánuðina júlí og ágúst 1969, 1972 og 1973. Nokkur
munur er þar á fæðuvalinu fyrir samsvarandi tímabil, en sá munur
er vart meiri en milli áranna 1972 og 1973. Munurinn stafar að
öllum líkindum af mismun á lífsferli hinna ýmsu fæðutegunda
milli ára, en alltaf er um sömu fæðudýr að ræða. Ef miðað er við
árið 1973 (tafla 4b og 5, 6 og 7) bendir hið háa hlutfall hornsíla
og bobba í fæðu bleikju 1969 til, að stofnar botnkrabba hafi þrosk-
ast nokkuð seinna árið 1969 en 1973. Júlímánuður 1969 var mun
kaldari en júlímánuður 1973.
Stærðarmunur hornsílanna 1969 annars vegar og 1972 og 1973
hins vegar veldur nokkrum erfiðleikum við samanburð. Hornsílin,
sem athuguð voru 1969, voru um 3 cm (tekin úr bleikjumögum),
en um 8 cm 1972 og 1973 (veidd í net). Búast má við, að 3 cm horn-