Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 Mun minna veiddist af hornsílum á haustin (sept,—okt.) en yfir sumarið. Sennileg skýring á því er sú, að aðeins veiðast gömul hornsíli og þau drepast fljótlega eftir að hrygningu líkur. Fæðuvaí hornsíla er sýnt í töflu 5. Meginmunurinn á fæðuvali hornsíla og bleikju er sá, að hornsílin lifa enn meir á botndýrum. Mýlirfur eru ríkjandi í fæðunni á rannsóknartímanum, og krabb- ar, einkum botnkrabbar, eru einnig algengir, einkum sumar og haust. Cyclops sp. er nokkuð algengur í fæðunni, en sú tegund finnst bæði við botn og í svifi og verður ekki sagt með vissu um uppruna þeirra, nema hvað líklegt má telja, að hornsílin sæki þá á botninn, ef tekið er mið af fæðuvalinu að öðru leyti (sjá töflu 5). Fæðuval er nokkuð breytilegt eftir svæðum í vatninu, þannig eru vatnabobbar mun algengari í fæðunni í Bolum og Ytri-flóa, einkum í Ytri-flóa. Þar er einnig minna um botnkrabba. Fyrri hluta sumars verður nokkuð vart við „kannibalisma“, einkum í Ytri-flóa, þegar hornsílin éta eigin hrogn. Þar verður einnig vart við ólseig bandormahræ og gróður. Það bendir til, að lífsskilvrði í Ytri-flóa séu heldur erfiðari en í Syðri-flóa, vegna minna fram- boðs á hentugum fæðutegundum, eins og sýnt hefur verið fram á varðandi bleikjuna. Samanburður við 1969 (gögn frá dr. Arnþóri Garðarssyni) í töflu 6 og 7 er fæðuval bleikju stærri en 30 cm og hornsíla borið saman mánuðina júlí og ágúst 1969, 1972 og 1973. Nokkur munur er þar á fæðuvalinu fyrir samsvarandi tímabil, en sá munur er vart meiri en milli áranna 1972 og 1973. Munurinn stafar að öllum líkindum af mismun á lífsferli hinna ýmsu fæðutegunda milli ára, en alltaf er um sömu fæðudýr að ræða. Ef miðað er við árið 1973 (tafla 4b og 5, 6 og 7) bendir hið háa hlutfall hornsíla og bobba í fæðu bleikju 1969 til, að stofnar botnkrabba hafi þrosk- ast nokkuð seinna árið 1969 en 1973. Júlímánuður 1969 var mun kaldari en júlímánuður 1973. Stærðarmunur hornsílanna 1969 annars vegar og 1972 og 1973 hins vegar veldur nokkrum erfiðleikum við samanburð. Hornsílin, sem athuguð voru 1969, voru um 3 cm (tekin úr bleikjumögum), en um 8 cm 1972 og 1973 (veidd í net). Búast má við, að 3 cm horn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.