Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 64
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
TAFLA8
Vegið meðaltal helstu jœðutegunda bleikj-
unnar í Syðri-flóa frd júni til september
Fæðutegund Syðri-flói
Hornsíli ...................................... 10
Lymnaea ........................................ +
Mý (lirfur, púpur, flugur) .................... 44
Botnkrabbar ................................... 24
Svif (Daphnia + Cyclops) ...................... 22
púpur og fluga) verður þannig mikilvægasta fæða bleikjunnar í
Syðri-flóa (sjá töflu 8). Botnkrabbarnir og langhalaflóin hafna í
2.-3. sæti og þar næst hornsílin. í Ytri-flóa eru hins vegar horn-
sílin mikilvægust; síðan bobbar og þar næst mý.
Ef dregnar eru saman niðurstöður mínar, Arnþórs og Lambys
verður fæðuval bleikjunnar á mismunandi árstímum eftirfarandi
(ríkjandi fæðutegundir):
Vor: Mest flugur og púpur
Sumar: Botnkrabbar, hornsíli og bobbar
Síðsumar-haust: Daphnia longispina
Vetur: Mýlirfur og hornsíli.
Sveiflur í stofnstærð bleikjunnar
í eftirfarandi köflum er gerð grein fyrir því helzta, sent hefur
áhrif á stofnstærðina, og þá byrjað á sjálfri veiðinni (án þess að
í því felist nokkur áfellisdómur), og stiklað á stóru um veiðiað-
ferðir og veiðar. Þá er kafli um líffræðilegan bakgrunn sveiflanna
og loks eru nokkrar hugleiðingar um ástand Mývatnsbleikjunnar nú.
Sögulegt yfirlit yfir veiðiaðferðir
Um tímabilið fram til 1920 er stuðst við frásögn Stefáns Stefáns-
sonar, bónda í Ytri-Neslöndum, sem Bjarni Sæmundsson birti í
fiskirannsóknarskýrslu sinni í Andvara árið 1923 (s. 92—106), en