Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 66
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Silungsveiði i Mývatni tímabilið 1900—1947. — Tlie catch ol cliar
-f- trout in Mývatn; the catch from 1960—1970 are a rough estimate.
um árum hafi verið innan við 100—200 þúsund og máske ögn
meira. .
Heimildir geta um hitasumur svo mikil, að töluvert hafi drepist
af silungi, og er talað um, að silungurinn leitaði undan upp að
köldu lindunum, þar sem hann er auðdræpur. Þorvaldur Thor-
oddsen (1959) hefur eftir heimamönnum, að í liitasumrum mynd-
ist leirlos, sem er bláþörgungurinn A?iabaena flos-aquae. Mergð
hans verður oft slík, að vatnið verður grænt og í góðu veðri getur
hann myndað skán á yfirborði vatnsins. Leirlosið ætla þeir, að setj-
ist í tálkn silunga og sé skaðlegt fyrir þá. Árið 1880 var slíkt hita-
sumar, og er talið að fjöldi silunga hafi drepizt vegna leirloss.
1886—1893 voru aflaár og rétt fyrir aldamótin var mikill ný-
græðingur í vatninu og telur Stefán, að á því ári hafi verið drepnir
yfir 100 þúsund silungar úr vatninu á dorg og með fyrirdrætti.
Árið 1900 er byrjað að færa veiðiskýrslur og eru til skýrslur um
afla óslitið síðan, nema frá 1960—1970. Halldór ísleifsson á Kálfa-
strönd hélt þessum skýrslum lengst af saman. Á 2. mynd eru heild-
arveiðitölur birtar, og er ljóst af þeim, að sveiflur í al’la eru mjög
miklar. Á þessu tímabili kemst aflinn hæst í um 95—100 þúsund
fiska á ári á árunum 1922—1924.
Upp úr aldamótunum var komið á fót klakstöð við Mývatn, sem
starfaði í nokkur ár. Árangur af henni er mjög óljós og verður því
ekki fjölyrt meira um það hér.