Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 71
N Á TTÚRUFRÆÐINGURINN 173 sem munað verður um, hafa byrjað tiltölulega snögglega, þannig að fyrst hefur mikið orðið vart við uppvaxandi smásilung (á að giska 2—3 ára), næstu ár á eftir nrest miðlungsstórum silung, og síðan fullvaxinn. Bendir þetta til þess, að mestöll silungsmergðin á slíkum veiðitímum sé einn árgangur, eða tveir saman, sem á fyrsta vaxtarskeiði, hafa notið betri verndar og annarra skilyrða en venju- lega. Má það og öllum ljóst vera, að náttúran framleiðir jafnan nóg til tímgunar slíkunr dýrategundum, og veltur því allt á skil- yrðum fyrir því, að sú mergð fái að lifna og vaxa“. Riðsilungsveiði var mikið stunduð við Mývatn hér fyrr á tímum. Var þá dregið fyrir er silungurinn gekk á riðin við austanvert vatnið. Þau ár, sem stofninn er lélegur í vatninu er auðsætt, að fyrirdráttur á riða- stöðvunum gefur hlutfallslega meira í aðra hönd en aðrar veiðiað- ferðir. Er þá setið um silunginn „þegar hann er að gegna þeirri köllun sinni að ganga á liinar ákveðnu riðastöðvar til hrygninga. Það virðist því vera beinn vegur til að hindra alla fjölgun silungs- ins, að stunda riðaveiði ósleitilega, eins og gert hefur verið frá ómunatíð, og það áður en silungurinn hafi náð að hrygna, hafi veðrátta og önnur atvik eigi hindrað veiðiskapinn. En þá kemur að þeirri tilgátu minni sem styðst við eftirtekt og afspurn — að stöku sinnum hafi árferðið afstýrt þessum yfirgangi, og að þá hafi lifnað stofn þeirra veiðitímabila, sem vakið hefur eftirtekt manna. Nú (1923) ber mest á silungi hér í vatninu, sem eftir vexti og þroska ætti að hafa lifnað á árunum 1917—1918. Þá voru frostalög mikil og ótíð strax á haustnóttum, svo að riðaveiði varð með lang- minnsta móti stunduð. Lítilsháttar fjölgunar hafði þá orðið vart á silungi undanfarið, og þakkað klakinu, sem og vera má. En alda sú af jafnaldra ungsilungi, sem einkum kom fram á árunum 1920— 1921, og enn (1923) ber mest á, sem nálega fullvöxnum silungi nú, gat alls ekki átt aðalrót sína að rekja til klakseiðanna, því að á ár- unum þar á undan var ekki alið upp svo rnikið, að af því gæti myndast jafnaldra stofn, sem langsamlega yfirgnæfði silung á öðr- um aldri, um þau ár, sem síðan eru liðin“. Árangur af merkingum og lærdómur af þeim I janúar og febrúar 1973 voru 90 bleikjur merktar á riðastöðv- um við Geiteyjarströnd og í Garðsvogum. Nálægt helmingur, eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.