Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 78
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ek á markað í bambuskerru og okið á herðum vatnabufflanna minna er úr bambus. Þegar ég fiska, set ég upp bambusmastur í bátnum, geri líka bambusgildrur og nota bambusveiðistöng. Ekki eiga allir byssu, sumir hafa bambusspjót og bambusboga í fórum sínum. Konan sýður hrísgrjón í bambuspotti og við kljúf- um unga bambusstöngla til að drekka úr þeim safann. Stundum fæ ég mér í bambuspípu á kvöldin. Bambus er ódýr, nóg er þarna til af honum og hann hefur marga góða eiginleika. Viðurinn er sterkur, léttur og sveigjanlegur, hreinn, sléttur og gljáandi, holur og flýtur vel á vatni. Bambus vex liraðar en flest annað, jafnvel 120 cm á sólarhring. Það er eiginlega hægt að sjá hann vaxa. Til eru um 200 tegundir af bambus, næsta mis- jafnar að stærð. Bambusskógar eru víða um 30—40 m háir og ein- staka tré ná um 60 m hæð. Til eru sasategundir með aðeins fárra millimetra jrykkan stöngul, en líka gildir madake-bolir 18 cm í þvermál. „Bambus er gras, en vill endilega vera tré,“ er haft eftir grasafræðingi einum. Rótarkerfið er aðallega renglur og jarðsprotar, sem nýir stönglar vaxa upp af, liver með sína litlu rót. Allir bambusar dafna vel í hita og raka. Þeir eru mjög gróskumiklir í Kína og Japan, Indlandi og Indlandseyjum, enda er Suður-Asía aðalheimkynni jæirra. En bambus vex líka í ýmsum héruðum Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og Ástralíu. Á síðari tímum hefur bambus verið gróðursettur víða í N.-Ameríku, Evrópu og Sovétríkjunum. Sumar tegundir dafna á Norðurlöndum, fremur smávaxnar að vísu, en vandi er að velja réttar tegundir og afbrigði. Bambus mun lítillega hafa verið reynd- ur hér í görðum. Kuldaþolið er æði misjafnt. Gróskan er mest í heitum löndum. Á Jamaica stungu menn niður bambusstöngum til stuðnings klifrandi yamsjurtum og á fáum árum var vaxinn upp þéttur bambuslundur. Bambus á stóru svæði getur verið í sambandi með rótum og jarð- stönglum — og þannig ein og sama jurtin eða fjölskylda og notið að nokkru næringar sameiginlega. Stundum blómgvast bambus á stóru svæði samtímis, t. d. fræg tegund madake í japan um allt landið árið 1973 og það í fyrsta skipti síðan 1964, að talið var. Á sumum tegundum blómgvast nokkrir stofnar á ári hverju og deyja síðan en liinir stofnarnir lifa. Aðrar tegundir blómgvast árlega og oftast nokkrir sprotar í einu. En fyrir kemur að allir eða allflestir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.