Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 80
182
NÁT T ÚRUFRÆÐIN G U RIN N
Bambus þykir ágætt byggingarefni og er notaður til margvíslegra
smíða. í heitum löndum ganga húsbátar og flotar úr bambus á
fljótunum. Blaðslíðrið og hið efsta á sprotanum er notað til að flétta
úr ýmsa muni.
Ein tegundin, Melocanna bambusoides, ber stór æt ber, en aldin
ósvikinna bambusa er hneta. Af þeim (bambusa) eru til um 50 teg-
undir. Svartur bambus (Sinarundinaria nilida) er ræktaður í görð-
um í Danmörku og víðar á Norðurlöndum, einnig gulur bambus
(Arundinaria muriclae), báðar ættaðar frá Kína. Bambus vex mjög
ört í lieitum löndum, hæstu stönglar ná þar oft fullri hæð á tveim
mánuðum, 30—40 m hæð, og sjúga þá mikla næringu úr jarðstöngl-
unum.
Bambusinn er ævintýraplanta í Austurlöndum, sagðar af honum
sögur og ort ljóð um hann. Bambus kemur og mikið við sögu mynd-
listar og málaralistar. Það liafa frá ómunatíð verið gerð bambus-
líkneski og myndir, einnig málað með liprum, sveigjanlegum
bambuspenslum o. s. frv. í Kína var snemma teiknað á bambus-
pappír og myndarúllurnar hengdar á bambusrör. Myndir hafa verið
gerðar af bambus í meir en 2000 ár.
Not af bambus hafa verið geysimikil í SV.-Asíu og víðar. Bambus
var lengi aðalbrúarviðurinn, bambusstengur notaðar í brúarbjálka,
brýr hengdar upp í bambusreipi o. fl. tágar, því að styrkleikinn er
mikill.
Til eru fáeinar eitraðar bambustegundir og nokkrar hafa frá alda-
öðli verið notaðar til lækninga og bárust bambuslyf til Evrópu á
miðöldum. Japanir vinna plöntuhormón úr bambus, og nota það
til að örva vöxt vínviðar og sumra ávaxtatrjáa. Japanir vinna líka
geymslulyf úr bambus og lyf til að eyða fisklykt o. fl. óþef. Mikil-
verðastur er jtó bambus sem tré, og gefur flestum meiri uppskeru.
Góður vel hirtur bambusblettur getur aukið þunga sinn um 20%
á ári. Vaxtartíminn er stuttur, það er hægt að fella bambusstöngl-
ana eltir fá ár, og svo vex lundurinn upp aftur.
HEIMILDARIT
Berglind, HB. Lindell og M. L.indell, 1969: Viixternas underbara liv. Stokk-
hólmi.
Gram, K., H. J. Jensen og A. Mentz, 1937: Nytteplanter. Kaupmannahöfn.