Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 93

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 93
NÁ'l'TÚ RU FRÆÐIN GURINN 195 þegar Herðubreið speglist í vatnsfletinum, þar sé dálítið fuglalíf, endur og stundum svanir, en hvannir og víðir vaxi meðfram tjörn- unum og á smáhólmum. Ritgerðin í Ferðurn fjallar í enn minna mæli um gróður Lindanna því þar víkur Ólafur Jónsson (1960) ein- ungis að gróðurfari á þann hátt að segja, að töfrar staðarins séu m. a. fólgnir í gróskumiklum og fagurlitum grængróðri hans sem sé í skemmtilegri og furðulegri andstöðu við dökkar sandauðnir og mó- gráar hraunbreiður. Loks er að geta lýsingar Herðubreiðarlinda í Landinu þínu, þar sem Steindór Steindórsson (1968 b) segir gróður í Lindunum bæði mikinn og fagran, þar vaxi gulvíðirunnar um 1 m á hæð, stórvaxin hvannstóð, sóleyjar, fíflar og aðrar skrúðjurtir svo líkast sé skrúð- garði víða við hraunröndina, og alls hafi fundist þar 72 tegundir háplantna. Einnig minnist hann á endur og álftir á tjörnunum suð- vestur í hrauninu og gróðurtoppa við þær. Eins og áður er getið hef ég komið alloft í Herðubreiðarlindir og farið þar nokkuð um. Megnið af því sem hér segir á eftir um gróðurfar Lindanna er þó byggt á athugunum sem ég gerði um miðjan ágúst 1973. Bakkar og eyrar með Lindaá. Meðfram Lindaá er víðast gróður- kragi, en mjög misbreiður og misgróskulegur. Sums staðar er hann aðeins örrnjó ræma en annars staðar eru breiðar spildur með ánni nærri algrónar. Nálægt sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar er gróskan við ána einna mest og ætibvönn og gulvíðir þær tegundir sem vöxtu- legastar eru, en annars staðar ber meira á hrossanál, túnvingli og skriðlíngresi. Eftirfarandi tegundir háplantna til viðbótar vaxa þarna á bökkunum og eru taldar í þeirri röð sem ég skrifaði þær upp en það gefur aftur nokkra vísbendingu um hve algengar þær eru: Hálm- gresi, lindadúnurt, vegarfi, mýrasef, eyrarós, kornsúra, fjallapuntur, lyfjagras, smjörgras, blástjarna, mýradúnurt, dökkhæra, hrafnafífa, hvítstör, bjúgstör, snækrækill, þúfusteinbrjótur, sýkigras, augnfró og vatnsnarfagras. Þessi gróðurkragi nær bæði suður og norður með Lindaá, en gróskan er þar minni en nær uppsprettunum; þó er býsna mikill gróður með ánni norður undir Lindahorni og ber þar víða mikið á grávíði sem sums staðar er skriðull en teygir á stöku stað örlítið úr sér og myndar stórar breiður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.