Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 95
197
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Herðubreiðarlindir sumarið 1949. Uppsprettur, ætihvönn og víðikjarr í krikan-
um undir Eyvindarkofa. — Ljósm. Páll Jónsson.
stakar plöntur eða smáþúfur þó til séu nokkurra fermetra stórir
blettir á stangli með nærri samfelldum móagróðri. Helstu tegundir
háplantna á þessum stöðum eru krækilyng, lambagras, melskriðna-
blóni, geldingahnappur, músareyra, móasef, melanóra, vetrarblóm,
hvítmaðra, blóðberg, grávíðir, holurt, skeggsandi, dvergstör, tún-
vingull, ljallasveifgras, beitieski, holtasóley, lógresi, þursaskegg, blá-
vingull, tungljurt og vallhumall.
Umhverfis tjarnirnar er nokkuð gróið. Næst þeim eru víða rakir
sandbakkar þar sem mest ber á hálmgresi sem sums staðar vex út í
tjarnirnar og bendir það til þess að nokkuð hátt hafi verið í þeim
þetta sumar. Annars er ekki mikill gróður í tjörnunum sjálfum nema
hvað treljasóley vex í þeim hér og Jrar og nokkuð er einnig í Jreim
af slýi. Á bökkunum vaxa einnig túnvingull, skriðlíngresi, grávíðir,
loðvíðir, vallarsveifgras, klóelfting, bjúgstör, axhæra, eyrarós og
mýrastör.
í hraunhalli með smá lindum upp frá tjörnunum vaxa gulvíðir,