Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 102
202
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
puntur, vegarfi og mýrarsóley með víðinum. Miklu minna er hér um
ætihvönn og eyrarós en í Herðubreiðarlindum þó þær sjáist hér og
þar.
Sendnir mýraslakkar eru hér með mosa, mýrastör, hálmgresi,
mýradúnurt, fjalladúnurt, hrafnafífu og ijallafoxgrasi umhverfis
litla tjarnarpolla þar sem lónasóley og þráðnykra vaxa.
Grasivaxnir bakkar eru nærri samfelldir með ánni upp eftir öllu.
Nokkuð langt fyrir ofan vaðið, þar sem bakkarnir eru lægri og
rakari en niðri við foss, athugaði ég þennan gróður og voru skrið-
língresi og hálmgresi ríkjandi, en innan um uxu blómsef, mýrasól-
ey, hrossanál, kornsúra, fjallapuntur, hrafnaklukka, ætihvönn, vall-
humall, vegarfi, hnúskakrækill, lækjafræhyrna, hrafnafífa, augnfró
og einstaka smávaxnar gulvíðisplöntur.
Gróskumiklir gulvíðibrúskar hafa sums staðar myndast á bökk-
um árinnar jxnna upp frá og sandur vi'ða safnast að víðinum í hóla
og hrannir en hann vaxið jafnóðum upp tir þeim. Innan um gul-
víðinn vex stöku loðvíðir og ýmsar fleiri tegundir, svo sem hrossa-
nál, bjúgstör og skriðlíngresi en hvergi það þétt að alls staðar sést
í sandinn milli plantnanna.
Ferðir
Varla er liægt að skilja svo við jressar slóðir að ekki sé minnst
nokkrum orðum á ferðii þangað. Áður hefur Eyvindarkofa í Herðu-
breiðarlindum verið getið, en hann er í hraunkrika við Lindaá þar
sem gróskan er einna mest, hlaðinn úr hraungrýti og rennur fítil
lind um kofagóllið, en Jrar er talið að Fjalla-Eyvindur hafi haldið
til veturinn 1772—73 eftir að hann slapp úr haldi í Reykjahlíð.
Gangna- og leitarmenn hafa líklega lengst af komið nokkuð
reglulega í Herðubreiðarlindir, og þó einkum í Grafarlönd, sérstak-
lega eftir að aðeins fór að draga úr útilegumannatrú um miðja síð-
ustu öld. Fyrr á öldum munu ferðir til Austurlands um Jressar slóðir
ekki hafa verið svo fátíðar sem síðar varð, um Jrað vitna nöfnin
Ferjufjall og gegnt Jiví Ferjuhylur í Jökulsá milli ósa Grafarlanda-
ár og Lindaár. Slíkar ferðir lögðust þó niður og það er varla fyrr en
Björn Gunnlaugsson hefur farið sínar ferðir um Ódáðahraun sum-
urin 1838 og 1839 (sbr. Ólaf Jónsson, 1945) og þó einkum eftir