Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 106
206
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. myncl. Eitt af grágrýtisbjörgunum ofan á hrauninu vestur af Seltjörn.
Fjær á myndinni má sjá fleiri slík björg. Lengd skóflunnar 1,2 m. (Ljósm.: J. J.)
ana og án þess að hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, þótt um stór-
björg sé að ræða. Sum björgin liggja þvert yfir sprungur í hraun-
inu (2. mynd). Engin merki sjást þess, að grágrýtisbjörgin hafi
orðið fyrir hitaáhrifum frá hrauninu. Björg sem þessi eru dreifð
í jökulurðinni um allan Vogastapa, en Iivernig hafa þau komist
ofan á hraunið? Það kostaði mig talsverðar vangaveltur að komast
að því sanna hvað þetta varðar, en ég tel það nú liggja fullkom-
lega ljóst fyrir.
Grágrýtisbjörgin eru ættuð af svæðinu sunnan Vogastapa og
skriðjökull hefur skilið þau eftir á jökulhefluðum klöppum,
væntanlega ekki langt frá þeim stað, þar sem þau eru nú. Meðan
stóð á gosum í Sandfellshæð hefur hraunið náð að renna austur
dalinn milli grágrýtisásanna allt austur í Seltjörn. Hraun þetta
er dæmigert dyngjuhraun. Það hefur verið þunnfljótandi, heitt og
hefur runnið nánast eins og þunn leðja og því mun hraunið þarna
ekki þykkt. Hraunið hefur runnið umhverfis grágrýtisbjörgin og
undir þau, lyft þeim upp og síðan hafa þau borist með hraun-