Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 107
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURI NN
207
2. mynd. Grágrýtisbjarg (Grettistak) í sprungu í nútímahrauni sunnan við
Vogastapa. Lengd skóflunnar 1,2 m. (Ljósm.: J. J.)
straumnum eins og jakar á vatni. Hraunkvika, sem misst hefur
verulegan hluta af því gasi, sem upprunalega var í henni, hlýtur
að hafa nokkru hærri eðlisþyngd en storknað hraun enda þótt
munur á efnasamsetningu þeirra sé nánast enginn. Hliðstæður eru
vatn og ís og sú staðreynd, að storknaðir hraunflekar fljóta á renn-
andi hrauni. Nánast enginn munur er á samsetningu hraunanna
frá Sandfellshæð og grágrýtisins (Jónsson 1972) og hlutfallið milli
eðlisþyngdar hins rennandi hraun og grágrýtisbjarganna því vænt-
anlega ekki ósvipað og milli íss og vatns.
Grágrýtið á Suðurnesjum og eins kringum Reykjavík er yfir-
leitt frauðkennt og eðlisþyngd jpess virðist að mestu leyti vera á
bilinu 2,66—2,78 og ólivíninnihald um 8—14% (Jónsson 1972).
Hraun frá Háleyjabungu, sem innihalda um 27—32% ólivín hafa
eðlisþyngd á bilinu 2,80—2,94. Eðlisþyngd hrauna, sem runnin
eru úr gossprungum á þessu svæði virðist lægri eða lauslega
áætlað um 2,6 og ólivín í þeim oftast á bilinu 2—5% eða minna.
Ólivíninnihald hraunanna virðist ráða mestu um eðlisþyngd þeirra.