Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 110
210
NATTÚRUFRÆÐINGURINN
5cm
1. mynd. Hemianax ephippiger (Burm.) drekafluga fundin á Heimaey 29.
okt. 1964. - Hemianax ephippiger (Burm.) found on Heimaey (Westman Is-
lands) Oct. 29th 1964. — Ljósmynd Erling Ólafsson.
allt norður til Bretlandseyja og Belgíu, en ekki er að efa, að hún
slæðist enn norðar. í N.-Evrópu eru algengar nokkrar tegundir
drekaflugna, sem svipar mjög til þessarar tegundar. Þau fáu flæk-
ingsdýr, sem berast langt norður, hverfa því auðveldlega í fjöldann,
án þess að verða uppgötvuð.
Finninn Mikkola gerði athugun á veðurskilyrðum í Evrópu dag-
ana áður en síðarnefnda eintakið fannst á íslandi, þ. e. fyrir 11. okt.
1964 (Mikkola, 1968). í ljós kom, að það væri ekki aðeins mögu-
legt, heldur mjög líklegt, að dýrið hafi borist til íslands með loft-
straumum. Þennan tíma var víðáttumikið lágþrýstisvæði allt frá
íslandi og suður í miðja Evrópu. Heitur loftstraumur flæddi þá frá
Miðjarðarhafi norður austanverða Evrópu til Skandinavíu og það-
an áfram vestur til íslands. Samkvæmt útreikningum Mikkola hefði