Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 8
voru enn frekari staðfesting á fyrri mælingum. Grein um sama efni birt- ist svo í greinasafni um „Beringland- brúna“ 1967 (Hopkins o. fl., 1965; Þorleifur Einarsson o. fl., 1967). Þeg- ar hér var komið sögu, hafði rann- sóknum á sviði segulstefnu í jarðlög- um og K/Ar-aldursákvörðunum bergs fleygt svo fram, að kominn var vísir að jarðfræðilegum tímakvarða nokk- urra síðustu ármilljóna, sent byggðist á segulstefnumælingum á aldurs- ákvörðuðum jarðlögum. Reyndu þeir Þorleifur Einarsson og samverkamenn hans að tengja niðurstöður sínar frá Tjörnesi þessum segultímakvarða og sýndu fram á tvo líklegustu tenging- armöguleikana. Notuðu þeir annan möguleikann til að ákvarða aldur hinna ýmsu jarðlagasyrpna. Hér var þó enn einungis um nálgun að ræða, byggða á líkum, þar sem engar bein- ar aldursákvarðanir lágu að baki. 1 niðurstöðum þeirra fólst meðal ann- ars, að kulsæknar skeljar, m. a. ætt- aðar úr Kyrrahafi, sem finnast í efri hluta Tjörneslaganna, fara að vera áberandi þáttur í skeldýrafánunni fyrir rúmum 3 milljónum ára. Fínni drættir í tengingum en milli segul- skeiða eru liins vegar óljósir. Nýlega ltafa K/Ar-aldursákvarð- anir verið reyndar á bergi frá Tjör- nesi. Hefur það verk reynst torsótt, m. a. vegna lágs kalíummagns í berg- inu, ummyndunar í því og lágs ald- u'rs (um afleiðingar þessara þátta næg- ir að vísa í Kristin J. Albertsson, 1977). Er því verki raunar ekki lokið enn, en nokkrar ákvarðanir liggja fyrir (Kristinn J. Albertsson, 1976). Styðja þær í sumum atriðum túlkun Þorleifs Einarssonar og félaga hans frá 1965 og 1967, en í öðrum atrið- um ekki. Má nú telja fullvíst, að Matuyama-segulskeiðið spanni þann hluta jarðlaganna, sem liggur milli Hvalvíkur og Rauðsgjár (sbr. mynd 1). Rétt segulmagnað basalt í Hösk- uldsvík virðist vera um 2,5 milljón ára gamalt, þ. e. frá yngsta hluta Gauss-segulskeiðsins og næsta lag ofan á, í Hvalvík, sem er öfugt segul- magnað, Jj. e. frá elsta hluta Matu- yama-segulskeiðsins, sýnir aldur um 2,4 milljónir ára, sbr. töflu 1. í töfl- unni eru birtar fjórar aldursákvarð- anir neðarlega úr Mánárbasalti, sem liggur ofan á Breiðavíkurlögun- um. Svo sem sjá má, er harla lítið samræmi í Jjessum fjórum ákvörðun- um. Reiknaður var „ísókrónu“-aldur fyrir neðsta hluta Mánárbasalts með notkun Jtessara fjögurra niðurstaðna og reyndist hann vera um 1,2 millj. ára. Öfugt segulmagnað basalt úr Rauðsgjá, næsta lag undir Rauðsgjár- jökulberginu, sýnir svo aldur um 0,75 milljón ár, Jj. e. frá yngsta hluta Matuyama-segulskeiðsins. Ef jarðlaga- og segulsnið Tjörness er nú borið saman við segultíma- kvarðann (mynd 2), má leiða að Jjví sterkar líkur, að elsta jökulberg á Jsessu svæði (Furuvík I) sé vart miklu meira en 2 milljón ára gamalt. Því má telja, að enda þótt stórir jöklar hafi þá hulið fjalllendi og miðhálendi landsins á kulda- eða jökulskeiðum unt a. m. k. 1 milljónar ára skeið, hafi Jjeir fyrst náð niður að sjávarmáli á Tjörnesi fyrir um 2 milljónum ára. Skeifárbasaltið, ofarlega í Tjörneslög- unum, sem er öfugt segulmagnað, hefur ekki reynst unnt að aldurs- ákvarða enn. Getur það samsvarað 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.