Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 15
Einar Jónsson: Skynsamur hvalur Eftirfarandi saga er rituð eftir frá- sögn Björns Jónssonar frá Flateyri og segir frá óvenjulegri og næsta ótrú- legri hegðan hrefnu, er lent hafði í netadræsu, sem festst hafði á haus hennar, þannig að liún var eins og múlbundin, gat ekki opnað skoltinn, og virtist ekkert bíða nema hægur hungurdauði. Það mun hafa verið í júlímánuði árið 1971, að vélbáturinn Trausti ÍS 2, fjögurra tonna trilla frá Flateyri, var á handfæraveiðum grunnt út af Sléttanesi milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. í áhöfn bátsins voru þrír menn, Jteir Jón S. Jónsson skipstjóri og eigandi bátsins, sonur lians Björn (eftir hverjum frásögnin er höfð), og Tryggvi Marteinsson, allir frá Flat- eyri. Þeir bátsverjar höfðu verið við skakrúllurnar frá því snemma rnorg- uns og fram eftir degi. Fiskur var fremur tregur er leið á daginn, og voru mennirnir komnir í aðgerð milli þess sem hljóp á lijá þeim. Veður var mjög gott, svartalogn og sléttur sjór, utan smá undiralda barst úr norðri. Þetta var ofur venjulegur dagur hjá þessum trillukörlum. Þeir gengu að störfum sínum og ekkert markvert bar til tíðinda. Hrefna sást koma upp nokkuð frá trillunni og var þarna á dóli um hríð. Ekki veittu skipverjar hvalnum mikla athygli í fyrstu, enda næsta algengt að sjá hrefnu á þessum slóðum. Er frá leið tóku þeir félagar þó að gefa þessum gesti frekari gætur, því hann liagaði sér nokkuð óvenjulega. Hvalurinn virtist hvorki í ætisleit þarna né á ferðalagi í ákveðna stefnu, heklur sveimaði hann stöðugt í ná- grenni við bátinn rétt í vatnsskorp- unni. Allt framferði hans bar vott urn forvitni og að liann hefði einhvern áhuga á trillunni. Eins og áður sagði liélt hrefnan sig mjög í vatnsskorpunni eða rétt undir henni. Kom skepnan upp ekki ein- göngu til þess að blása, heldur lét lnin sig fljóta upp undir yfirborðið þannig að örlaði á hornið (bakugg- ann) og sveimaði þannig um, en lét sig svo síga í djúpið öðru hverju. Allt æði hvalsins var rólegt, en þar sem liann kom stöðugt nær og nær bátn- um á þessu sveimi sínu, fór mönn- unum að verða tíðlitið til hans. Fóru þeir nú að fylgjast með ferðum hrefn- unnar þar sent hún fór sjaldnast dýpra en svo, að greina mátti dökkan skugga hennar, þar sem hún fór um undir yfirborðinu. Er hrefnan hafði lónað þarna um hríð, sáu bátsverjar, að einhver ein- Nátíúrufræðingurinn, 48 (1—2), 1978 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.