Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 28
3. mynd. Gjallmoli úr borholu nr. 4 í
Bjarnarflagi séður frá tveimur hliðum. A
ei'ri myndinni sjást vel frauðkúlur út úr
báðum endum molans, en skorpan mis-
jafnlega mikið brotin þekur meirihluta
yiirborðsins. — Two sides of a breadcrusl-
ed piece of pumice from drillhole no. 4
partially solidified in the water-vapor
phase of the drillhole. Pumiceous spheres
protruding at each end.
botni mældist um 280° C hiti 10 dög-
um eftir að borun lauk. Holan var
tengd gufurafstöðinni í Bjarnarflagi
og var í notkun þar tii hún gaus
hraungjallinu. Getum má leiða að
]tví, að vatnsæðar í holunni séu þar,
sent borinn hefur skorið sprungur.
Hins vegar er erfitt að finna þessar
sömu sprungur á yfirborði, því ekki
er vitað liversu mikið holunni liallar
frá lóðréttu né í hvaða átt. Má giska
á, að hraunið h.afi komið í holuna
um einhverja lekasprunguna, og bein-
ist athyglin þá helst að æðinni næst
botni á 1038 m dýpi.
Þessi atburður rennir stoðum undir
sannleiksgildi kenninga um rennsli
hraunkviku úr kvikuliólfi undir
Kröfluöskjunni eftir sprungukerfi til
norðurs og suðurs. í ]tessu tilviki hef-
ur hraunið kornist inn í sprungu að-
eins einn km frá yfirborði í 8 knr fjar-
lægð frá því svæði, sem mest reis og
seig við Leirlrnjúk. Liðu um 7 tímar
frá ]tví að land tók að síga þar til
holan gaus, sem bendir til þess, að
hraði liraunsins neðanjarðar liafi ver-
ið um I krn á klukkustund.
HEIMILDIR
Björnsson, Axel, 1976: Jarðhræringar við
Kröflu. Náttúrufræðingurinn 46, 177
-198.
Björnsson, Axel, Kristján Seemundsson,
Páll Einarsson, Eysteinn Tryggvason
and Karl Grönvold, 1977: Current
rifting episode in north Iceland. Na-
ture 266, 318-323.
Sigurðsson, Oddur, 1976: Náttúruhamfar-
ir í Þingeyjarþingi veturinn 1975—
76. Týli 6, 3-20.
— 1976: Eftirhreitur um eldgosið við
Leirhnjúk 1975. Týli 6, 95—96.
— 1977: Náttúruhamfarir í Þingeyjar-
þingi (II) 1976—78. In print, Týli 7.
Skjálftabréf, 1977. Fjölrit gefið út af
Raunvísindastofnun Háskólans og
Veðurstofu íslands. Nr. 26, október
1977.
Sœmundsson, Kristján, 1969: Boranir við
Námafjall 1963—1968. Skýrsla Orku-
stofnunar, júní 1969.
22