Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 40
11. mynd. Seltudreifing (%c) á sniði
þvert yfir Miklavatn um dýpsta hluta þess
(sjá 1. mynd), 25.-27. júní 1977. — Dis-
tribution of salinity on a vertical section
across the deepest part of Miklavatn (for
location, see Fig. 1), June 25—27, 1977.
lega 4° C var náð við efri mörk salta
lagsins. í salta laginu var liitastigið
mun Iiærra, eða rúm 7° C á 10 metra
dýpi og þar fyrir neðan. Hinn 12.
ágúst 1977 (12. mynd a) hafði hita-
stigið í yfirborði hækkað upp fyrir
11° C, lækkaði niður í 10.5° á 5 nr
dýpi, en féll svo ört niður í 7° á 8 m
dýpi. Lágmark, um 6.5° C, fannst nú
á 9 m dýpi, en svo hækkaði hitastigið
upp fyrir 7° í salta laginu. Hinn 4.
ágúst 1976 (tafla II) var hitastigið í
yfirborðslaginu enn hærra, eða um
12.5° C, en neðan 10 m var það svi]5-
að og í júní og ágúst 1977.
1 júní 1977 (5. 'itíyná) vár súrefnis-
magn í efstu 7.5 m vatnsins milli 8
og 10 rnl/L, en á 10 m dýpi og þar
fyrir neðan var súrefnissnaútt með
öllu. Þær þéttu mælingar, sem gerðar
voru í ágúst 1977 (13. mynd a) gera
Jtað kleift að staðsetja allnákvæmlega
skilin milli hins súrefnisauðuga yfir-
borðslags og hins súrefnissnauða salta
lags þar fyrir neðan. í efstu 6 metr-
unum var nú súrefnismagnið mjög
nálægt 8 ml/L, hækkaði svo upp í
9.63 ml/L á 7.5 m dýpi, féll svo um
meira en 9 ml/L á næsta hálfa metr-
anum, niður í 0.52 ml/L á 8 m dýpi,
og Jrar fyrir neðan var algerlega súr-
efnissnautt. I Jressu dýpra lagi mæld-
ist alls staðar súlfíð. Enda Jrótt eng-
ar súlfíð-mælingar hafi verið gerðar
1976, má fullyrða að sama ástand hal'i
þá verið til staðar í Miklavatni, nreð
Jjví að megn H2S-lykt fannst af J)eim
sýnum, sem tekin voru á 10 m dýpi
eða neðar. Sé litið á súrefnis-mettan-
leikann (6. og 13. mynd b), sést, að
hann hefur verið nálægt 100% í efstu
metrunum, en á 5—7 metra dýpi náði
hann hámarki, rúmlega 120%.
Sýrustig vatnsins mældist tiltölulega
lágt í júní 1977 (7. mynd), einkum í
ós Fljótaár og í næsta nágrenni (6.4—
6.6). Það fór jafnt vaxandi með dýpi
niður á um Jjað bil 8 m, og var [)á
komið upp í 7.2 pH-einingar. I salta
undirlaginu lágu pH-gildin milli 7.20
og 7.30, en virtust örlítið hærri sjávar-
megin á sniðinu. I ágúst 1977 (13.
mynd b) var sýrustigið mun hærra
(7.1—7.2) í yfirborðslaginu en Jrað var
í júní, og fram kom áberandi hámark
(7.95) á 7.5 m dýpi. 1 salta laginu voru
pH-gildin milli 7.0 og 7.2. I ágúst
1976 (tafla II) voru pH-gildin í yfir-
34