Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 51
leiki er þó til staðar, að blöndun
milli efra (súrefnisauðuga) og neðra
(súrefnissnauða) lags hafi leitt til eftir-
farandi efnahvarfa, eins og Cline
(1967) og Knull og Richards (1969)
hafa bent á:
S-2 -f 1/2 02 + H.O
: S° + 20H“ (10)
2 + Oo + 1/2 HoO
: 1/2 S2Os-2 + OH- (11)
2 + 3/2 Oo = SO.,-2 (12)
2 + 2 Oo = SO4-2 (13)
Hér myndi efnahvarf (10) ekki leiða
til breytinga á heildar alkalíníteti,
þótt súlfíð breytist í óbundinn brenni-
stein, (11) myndi breyta heildar al-
kalíníteti sem svarar helmingi af
minnkun súlfíðsins, en (12) og (13)
myndu fela í sér sömu breytingar á
heildar alkalíníteti og súlfíð-alkalíní-
teti. Það er því aðeins efnahvarf (10)
og að nokkru leyti (11), sem gætu
hugsanlega skýrt, hvers vegna súlfíð-
gildin í töflu II eru um það bil helm-
ingi lægri en búast niætti við, ef urn-
fram-alkalínítetið stafar að mestu
leyti af afoxun súlfats yfir í súlfíð.
Til þess að ganga úr skugga um
það, hvað hafi raunverulega orsakað
hið mikla umfram-alkalínítet í Mikla-
vatni, þyrfti að framkvæma mjög ná-
kvæmar mælingar á súlfati og klóríní-
teti til þess að geta ákvarðað frávik
í S04/Cl-hlutfalli salta lagsins og þar
með, hve stór hluti súlfatsins liafi af-
oxast, og einnig þyrfti að gera ná-
kvæmar efnagreiningar á súlfíði og
öðrum formum brennisteins. Loks
þyrfti að mæla heildar summuna af
jarðalkalímálunum. Þær ákvarðanir,
sem hér hafa verið nefndar, væru mjög
áhugavert rannsóknaverkefni.
í súrefnissnauðu umhverfi eins og
salta undirlaginu í Miklavatni má
ætla að afnítrun hafi átt sér stað. Sam-
kvæmt líkani Richards (1965) gæti
hún hafa farið þannig fram:
(CH2O)106 (NH,)ie H3PO4
+ 84.8HN03 = 106 COo
+ 42.4No + 148.4HoO + 16NH3
+ H3Po'4 " (14)
Þetta efnahvarf gæti skýrt þá áberandi
liækkun á NH.,-magni, sem mældist,
þegar komið var niður í súrefnis-
snauða lagið í Miklavatni. En (14)
felur í sér, að það ammóníak, sem
losnar við afnítrunina, oxist ekki.
Eins og Richards (loc. cit.) bendir á,
er einnig mögulegt, að það oxist sam-
kvæmt efnahvarfinu
5NH3 + 3HNOs
= 4N2+9HoO (15)
Afnítrunin færi þá fram samkvæmt
heildar efnahvarfinu
(CHoO)100 H3P04 + 94.4HN03
= IO6CO0 + 55.2No
+ 177.2H20 + H3P04 (16)
Vitað er, að í sjó, þar sem súrefni
er næstum uppurið, myndast nítrít
við afoxun á nítrati (Brandhorst
1959). Myndun nítríts er því senni-
lega fyrsta skrelið í afnítrunar-ferli
eins og (16), sem leiðir endanlega til
myndunar á óbundnu köfnunarefni.
Sú smávægilega hækkun, sem mældist
á nítrít-magni í efri hluta súrefnis-
snauða lagsins, gæti því verið til kom-
in vegna örlítils flæðis (diffusion) á
nítrati urn skilin niður í salta undir-
lagið.
45