Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 78
stað. Guðmundur Jónsson á Hof-
stöðum í Mývatnssveit hefur sagt mér
að hann hafi aldrei orðið var við hús-
endur í lindunum, iivorki sumar né
vetur.
Kelduhverfi.
Húsöndin er fyrst og fremst vetrar-
gestur í Kelduhverfi á vatnsmiklum
lindavötnum, sem ekki leggur, Lóni
og Stórá (Litlá-Arnarneslón).
Björn Guðmundsson (1934) getur
húsandar sem sjaldgæfs varpfugls við
Lón á árunum 1907—14. Hér mun
aðeins hafa verið um að ræða stakar
húsendur sem urpu einstöku sinnum
í æðarvarpi við Lón. í Dýrafræði-
safninu í Kaupmannahöfn eru 7 hús-
andareintök frá Lóni 1906 og 1907,
öll frá vetrarmánuðunum (2.10.—
13.3.).
Þá má geta þess að eina merkta hús-
öndin, sem náðst hefur utan varp-
stöðva hér á landi, var kvenfugl
merktur á hreiðri á Grímsstöðum við
Mývatn 18.6. 1938 sem var skotinn á
Lóni 14.11. sama ár. Hinn 24.1. 1977
voru taldar 17 húsendur á Lóni, 5
fullorðnir og 5 ungir steggir og 7
kvenfuglar.
Að sögn Jóhanns Gunnarssonar á
Víkingavatni var áður fyrr töluvert
af húsöndum á Stórá, en þeim hefur
fækkað mjög á síðari árum. Hinn
8.7. 1975 sá ég 13 húsendur á Litlá
við Lindarbrekku. Eins og kunnugt
er, hitnaði mjög í Litlá í jarðhrær-
ingum um áramótin 1975—76 og hef-
ur mér vitanlega ekki orðið vart við
húsendur þar upp frá því. 1 sömu jarð-
hræringum myndaðist nýtt stöðuvatn
(stundum nefnt Skjálftavatn) í Kcldu-
hverfi og var þar komið talsvert af
fugli 25.5. 1976, meðal annars tveir
ársgamlir húsandarsteggir.
Melrakkaslétta.
í Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
liöfn eru 2 eintök, karlfugl og kven-
fugl, merkt „Melrakka Sletten", 13.2.
1909, G. Dinesen. Nielsen (1919) tel-
ur Presthólahrepp til varpsvæða hús-
andar. Fyrrgreindar upplýsingar sýna
að einhver slæðingur hefur verið af
húsönd á Melrakkasléttu, a. m. k.
snemma á þessari öld, en nákvæma
staðsetningu vantar. Mér er ekki
kunnugt um aðrar heimildir um hús-
önd þarna, en svæðið er lítt kannað
og þar eru nokkrar lindár sem gætu
framfleytt fáeinum húsöndum.
Skriðdalshreppur, S.-Múl.
Samkvæmt Nielsen (1919) á húsönd
að verpa eitthvað í Skriðdal, en engar
aðrar heimildir eru um slíkt og er
þessi staðhæfing sennilega byggð á
röngum upplýsingum.
Kvisker i Öreefum, A.-Skaft.
Húsendur hafa sést tvisvar á stöðu-
vatni við Kvísker, 31.10. 1944 steggur
og tveir kvenfuglar og 17.5. 1947 aftur
einn steggur og tveir kvenfuglar (Hálf-
dán Björnsson 1976).
Meðalland og Landbrot, A.-Skaft.
Á þessu svæði eru fjölbreytt vötn
og votlendi. Vötnin eru lindavötn að
uppruna og haldast því að miklu leyti
auð allan veturinn. Mikið fuglalíf
er á öllum t'mum árs og mjög mikið
af öndum á veturna. Ég hef nokkrum
sinnum á undanförnum árum kann-
að fugialíf á þessu svæði úr lofti.
Hinn 6.3. 1976 fundust þar 27 hús-
endur, þar af 14 fullorðnir steggir,
nær allar í einum hóp á Steinsmýrar-
172