Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 3
Náttúrufrœðingurmn • 48 (4—4), 1978 ■ Bls. 97—233 • Reykjavik, mars 1979
Jakob Jakobsson:
Stærð fiskstofna
Inngangur
Ein er sú spurning, sem margir ís-
lendingar hafa velt fyrir sér að und-
anförnu og hefur raunar reynst býsna
áleitin á hinum síðustu árum. hessa
spurningu orða ég svo: Hve margir
eru fiskarnir, sem synda í sjó?
Fyrir nokkrum áratugum, eða jafn-
vel árum, hefðu víst flestir svarað
þessari spurningu á þann veg, að fisk-
ar í sjó væru fleiri en svo að þess væri
nokkur kostur að kasta á þá tölu,
enda landkröbbum ekki iiægt um vik
að skyggnast um í óravídd hafdjúpa.
Mér er tjáð, að enn séu margir þeirr-
ar skoðunar, að fiskifræðingar séu að
reyna liið óleysanlega, j^egar Jjeir telja
sjálfum sér og öðrurn trú um að nú
hafi Jreir reiknað út stærð hinna ýmsu
fiskstofna á íslandsmiðum. Hin allra
síðustu ár hafa menn Jtó rekið sig
óþyrmilega á Jrá staðreynd, að fiskur
hefur gengið til Jmrrðar á mörgum
gjöfulum miðum. Sumir mjög rnikil-
vægir fiskstofnarí NA-Atlantshafi hafa
gengið svo til Jmrrðar, að ekki veiðist
nú úr Jreim nema fáein hundruð tonn,
* Erindi liuii á ársfundi Rannsóknar-
ráðs ríkisins í maí 1078.
Jtar sem áður veiddust milljónir tonna
á ári. Áður en tilraun verður gerð til
að gera nokkra grein fyrir þeim helstu
aðferðum, sem notaðar eru til að meta
stærð fiskstofna, langar mig til að
minna á nokkur undirstöðuatriði, sem
oft vilja gleymast, þegar Jæssi mál ber
á góma.
Þörungarnir gegna grundvallar-
hlutverki
Ég vil í fyrsta lagi minna á, að
plöntur sjávarins, Jrörungarnir, eru
undirstaða alls lífs í sjó. Þeir binda
kolefni og mynda lífræn efnasam-
bönd á sama hátt og plöntur á landi.
Til Jressarar starfsemi Jmrfa Jrörung-
arnir m. a. Ijós og næringarsölt. Rann-
sóknir á frumframleiðni hafsins hafa
leitt í ljós, að frjósemi Jiess er mjög
breytileg frá einu svæði lil annars, eigi
síður en vöxtur plantna á landi er
ekki hinn sami hvar sem er. Uppsker-
an er mest Jxir sem uppstreymi veldur
Jjví að mikið berst af næringarsöltum
úr djúpurn hafsins til yfirborðslag-
anna, þar sem Jtiirungarnir hafa næga
birtu. Mælingar á íslcnska hafsvæðinu
sýna, að frumframleiðni hér er í hærra
97
7