Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 79
fljóti. Hinn 2.2. 1977 fundust alls
36 húsendur á svæðinu, þar af um 10
fullorðnir steggir. Sá hluti Steinsmýr-
arfljóts, þar sem húsendurnar voru
í mars 1976, var nú undir ís og voru
endurnar nú miklu dreifðari. Flestar
(25) voru á uppistöðulóni við Fljóts-
botn, 6 fundust á pollum og lindum
nærri Fljótakrók og 5 voru neðst á
Tungulæk.
Eitt fullorðið húsandarpar sást á
lóni við Fljótakrók 11.5. 1976 og 23.6.
1977 sá Kristinn Haukur Skarphéð-
insson fullorðna kollu á Steinsmýrar-
fljóti. Virðist hugsanlegt að eitt par
verpi á svæðinu. Geldfuglar hafa ekki
fundist þar á sumrin. Að sögn Magn-
úsar Pálssonar, Syðri-Steinsmýri, sjást
húsendur á þessum slóðum flest sum-
ur, en hann hefur ekki fundið lneið-
ur þeirra eða séð þær með unga.
Veiðivötn á Landmannaafrétti.
Litlar heimildir eru um fuglalíf á
Veiðivötnum. Þar eru allstórar eyður
á veturna: Vatnakvísl helst að miklu
leyti auð, allstórar vakir eru á Stóra
Fossvatni og Tjaldvatni, smávakir
eru hér og þar annars staðar, m. a. á
Hraunvötnum.
Hinn 29.3. 1976 kannaði ég Veiði-
vötn úr lofti, en vegna erfiðra flug-
skilyrða tókst þó ekki að kanna allt
svæðið sem skyldi. Alls fundust 27
húsendur, þar af 14 fullorðnir stegg-
ir, og 9 gulendur (Mergus merganser
(L.)), en engir aðrir fuglar sáust. Hús-
endurnar voru á Stóra Fossvatni (24)
og Tjaldvatni (3). Hinn 2.2. 1977 var
allt Veiðivatnasvæðið kannað vand-
lega úr lofti, og jafnframt farið yfir
Þórirvatn. Alls fundust 58 húsendur,
þar af 26 fullorðnir steggir, langflestar
þeirra, eða 41, í einum lióp á Stóra
Fossvatni, 9 á Tjaldvatni og 8 á
Hraunvötnum (austara vatninu). Hús-
endur hafa mér vitanlega ekki sést á
Veiðivötnum á sumrin, og má geta
þess að þeirra var leitað þar sérstak-
lega 11.5. 1976.
Þórisús.
Þórisós var lindá sem féll úr Þóris-
vatni til Köldukvíslar. Honum var
lokað með stíflu vegna vatnsmiðlun-
ar úr Þórisvatni 1973. Samkvæmt
upplýsingum frá Gunnari Jónssyni
hjá Orkustofnun, var vök á veturna
við Þórisós og endur á vökinni. Með
hliðsjón af Veiðivötnum virðist lík-
legt að j^etta hafi verið húsendur. Þá
hefur Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur tjáð mér að hann hafi séð hús-
andarpar á Þórisvatni snemma sum-
ars 1971.
Vatnasvið Ölfusár, Árn.
Á þessu vatnasviði eru tvær vatns-
mestu lindár landsins, Sogið og Brú-
ará. Þar er talsvert af húsönd á vetr-
um, en auk þess var íyrrum eitthvert
húsandarvarp við Sogið, og húsendur,
bæði fullorðin pör og geldfuglar, sjást
ennjjá á svæðinu á sumrin. Virkjanir
á undanförnum áratugum hafa leitt
lil mikillar röskunar á Soginu, lang-
mest Jjó árið 1960 Jsegar Steingríms-
stöð var tekin í notkun og útfalli
Þingvallavatns var veitt í jarðgöng,
en efsti hluti Sogsins var áður krökkur
af bitmýslirfum sem eru ein aðalfæðu-
tegund húsandar.
Heimildir um varp eru ýmsar. P.
Nielsen (handrit og 1919) faktor á
Eyrarbakka segir húsönd verpa við
Úlfljótsvatn. Hann getur um hreið-
urfund 20.6. 1884 og segist hafa séð
173