Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 82
ir Seltjarnarnes og Reykjavík, gætu
allt eins verið veiddir einlivers staðar
í nágrenni Reykjavíkur, t. d. á vatna-
sviði Elliðaáa. Á síðari árum hefur
húsönd sést örsjaldan á þessu svæði:
18.11. 1952 sá Árni Waag fullorðið
par á Árbæjarlóni og 7.12. 1952 ung-
an stegg á sama stað, 7.4. 1954 sáum
við Agnar Ingólfsson ungan húsand-
arstegg og 2 kvenfugla á Elliðavatni.
Þetta svæði má heita rnjög vel kann-
að á öllum tímum árs og virðist ljóst
að húsendur eru þar aðeins óreglu-
legir fargestir nú. Hugsanlega gildir
þetta líka fyrir fyrri tíma, þ.e. fyrir
virkjun, en þó verður að telja liklegt
að lífsskilyrði fyrir húsendur, jafnt
og straumendur (sbr. Finnur Guð-
mundsson 1971), hafi þá verið miklu
Iretri á Elliðaánum og því rökrétt að
gera ráð fyrir einhverjum afnotum
liúsandar. Rétt er að geta þess að livin-
önd er álíka sjaldgæf og húsönd á
Reykjavíkursvæðinu og hef ég sleppt
að geta hér um allmarga óákvarðaða
kvenfugla og ungfugla.
Straumur, Hafnarfirði.
Straumur er lindá sem kemur upp
við sjávarmál og minnir að þessu leyti
á Lón í Kelduhverfi. Húsendur hafa
sést öðru hverju í Straumsvík undan-
farin ár og haft þar vetursetu, aðal-
lega á meir eða minna ósöltu vatni.
Mér er kunnugt um eftirfarandi skráð-
ar athuganir, en þessi listi er þó ekki
tæmandi: 3.1. 1970 2 steggir og 1
kvenfugl og 4.1. par (Ævar Petersen),
I. 3. 1970 1 steggur og 2 kvenfuglar
(Árni Einarsson, Erling Ólafsson), 3.
II. 1973 1 ungfugl.
Reyðaruatn við upptök Grimsár,Borg.
Björn Blöndal (1944) segir að hús-
önd sjáist sjaldan í Borgarfirði nema
við Reyðarvatn á haustin. Á öðrum
stað ritar Björn (1953): „Þessi fallega
önd var að minnsta kosti algeng á
Reyðarvatni á haustin. Einu sinni sá
ég 20 til 30 húsendur í Borgarnesi.
Þær höfðu allar verið skotnar á Reyð-
arvatni skömmu fyrir jól“.
Húsafell, Hálsasveit, Borg.
Fullorðinn húsandarsteggur var
skotinn á tjörn við Húsafell 14.10.
1967 (Kristleifur Þorsteinsson, eintak
í Náttúrufræðistofnun).
Þingið, A.-Hún.
Hantzsch (1905) segist hafa séð liús-
endur á stórum tjörnum við Sveins-
staði, en getur atvika ekki nánar. Eng-
ar aðrar heimildir eru um húsendur
þarna, en á þessu svæði er oft rnikið
af ýmsum öndum.
Ripurhreppur, Skag.
Nielsen (1919) segir að húsönd
verpi í Rípurhreppi í Skagafirði.
Umrætt svæði er auðugt af andíugl-
um og hef ég gert nokkrar athuganir
þar á sl. 5 árum en hvorki orðið var
við húsönd þar né annars staðar í
Skagafirði.
Eyjafjörður.
Fáeinar húsendur hafa viðdvöl á
Akureyrarpolli við ósa Eyjafjarðarár
á vorin. Þær eru þó varla alveg árviss-
ar, því að þær fundust hvorki vorið
1974 né 1975, þegar stöðugar athug-
anir fóru fram á þessu svæði (A.G.
o. 11. 1976). Kristján Geinnundsson
(1935, 1936, 1942) getur húsandar á
þcssum stað sem hér segir: Fyrsti
komudagur 4.4. 1934 og 1.4. 1935.
Hinn 27.3. 1939 var skotið húsandar-
par á höfninni og 13.4. 1939 voru
176