Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 75
frá árinu 1747. Húsöndin er að veru-
legu leyti staðfugl á þessu svæði, en
ísalagnir að vetrum og mismunandi
fæðuskilyrði valda því að dreifing
hennar um svæðið er nokkuð breyti-
leg, bæði eftir árstíðum og rnilli ára.
Utbreiðsla húsandar á vatnasviði
Laxár vetur og vor er tekin saman í
Töflu 1. Besta heildartalning að vetr-
arlagi, í janúar 1977, sýnir að um
86% stofnsins voru á vatnasviði Lax-
ár á þeinr árstíma. Á vorin (apríl-maí)
fundust allt að 99% stofnsins á svæð-
inu. Um steggi í felli og fjölda unga
á svæðinu er rætt síðar, en útbreiðsla
og fjöldi varpfugla verður ekki til
umræðu hér.
Vatnasviðið er stórt og flókið, en
er hér greint í fjögur svæði: 1. Mý-
vatn í víðustu merkingu, þ.e. Mývatn
sjálft og einnig önnur stöðuvötn
(Grænavatn, Sandvatn), svo og smá-
vötn og tjarnir í Mývatnsdældinni. 2.
Laxá í Mývatnssveit, þ.e. Breiðan of-
an frá Rifi, Laxárkvíslar og Laxá nið-
ur að beygju milli Helluvaðs og Hof-
staða. 3. Laxá í Laxárdal, frá fyrr-
nefndri beygju að virkjun við Brúar.
4. Laxá í Aðaldal, frá virkjun að ós,
hér eru taldar með nokkrar nálægar
lindir, ]j. á m. Daufhylur.
Efri lilutar Laxár (í Mývatnssveit
og Laxárdal) haldast að mestu alauðir
á veturna. Laxá leggur mikið til í
Aðaldal, en lindir við Hraun og
Hvamma haldast auðar. Mývatn og
önnur stöðuvötn í Mývatnssveit legg-
ur að mestu, en stórar vakir hald-
Tafla 1. Fjöldi húsanda á vatnasviði Laxár vetur og vor 1975—78.
The numbers of Bucephala islandica in 4 sections of the Laxá watershecl
(cf. Table 3) in winter and spring 1975—78.
Dags. Date Mývatn og nálæg vötn Laxá í: Mývatnssveit Laxárdal Aðald;
20.4. 1975 556 946 _
28.-31.5. 1975 437 615 — —
16.-18.1. 1976 165 789 — 86
21—24.4. 1976 314 925 — —
15.-26.5. 1976 435 889 375 78
12.-15.11. 1976 787 904 181 31
18.-23.1. 1977 106 1055 517 56
23.-25.4. 1977 298 1086 — —
20.-23.5. 1977 — 837 — —
2—4.6. 1977 — 366 510 —
24—26.4. 1978 757 883 139 —
21.5—1.6. 1978 776 454 210 59
10—13.10. 1978 1698 455 6 —
— Ekki talið. Not counted.
169