Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 21
var fyrst reynt að gera 1938 og síðan
frá 1964, en ekki er liægt að segja að
útkoman verði sannfærandi fyrr en
með umbrotahrinu norðaustanlands
1975—76. Smáskjálftarannsóknir, berg-
segulmælingar, og efnagreiningar á
íslensku bergi urðu einnig til að auka
þekkingu manna á atriðum, sem
voru mikilvæg við túlkun niðurstaðna
annarsstaðar á hryggjasvæðum.
Heimsmyndin þróasl (1960—1975)
Botngliðnun og vixlgengi
1960—62 setti Bandaríkjamaðurinn
H. Hess fram endurbættar hugmynd-
ir um streymi hálfbráðins bergs inni
í jörðinni, er ylli gliðnun hafsbotn-
anna og þar með landreki. Varmi og
efni leita upp undir úthafshryggjum,
og sumt af efninu berst til yfirborðs-
ins, þar sem það storknar sem grunn
blágrýtisinnskot eða bólstraberg neð-
an sjávar. Streymið heldur áfram út
til beggja hliða og flytur með sér hið
storknaða berg, sem myndar nýtt
jarðskurn, sem kólnar liægt og
þykknar um leið niður á við. Glufur
opnast aftur fljótlega á miðjum
hryggnum og hleypa meira efni upp,
o.s.frv. (10. mynd).
í stað hins nýmyndaða jarðskurns
á úthafssvæðunum verður svipað flat-
armál skurns að hverfa um sama
leyti, og gerist það við áðurnefndar
djúpar rennur í höfunum. Þar sígur
úthafssvæði undir úthafssvæði (við
eyjabogana, einkum í Kyrrahafi eins
og á 6. mynd, en einnig t. d. í Mið-
jarðarhafi og Karíbahafi), eða úthafs-
svæði undir léttara meginlandsefni
(einkum vestanverða S-Ameríku), sjá
10. mynd. Ef tvö svæði af meginlands-
gerð rekast á, veldur það fellinga-
myndun (S-Asía).
Árið 1963 var bent á J)að, að hin
aílöngu segulfrávik úthafanna, sem
áður voru nefnd, gætu stafað frá því
að efstu lög hins nýmyndaða jarð-
10. mynd. Einfaldaður þverskurður af jiirðinni, samkvæmt hugmyndum H. Hess um
botngliðnun og landrek (Wyllie). (Ath. I staff „skorpu" á þessari mynd á aff standa
„skurn".)
Mió -Atlantshafs-
hryggur
AtlantS'
Djup
renna
Hraunkvika
stigur upp
undir sigdal
hryggsins
Andesit-
: hraun
115