Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 86
einnig á Melrakkasléttu og ef til vill á
einhverjum fjörðum og árósum norð-
anlands. Alls fundust 2023 húsendur
í jressari könnun: 1011 fullorðnir
steggir, 214 ungir steggir, 681 fullorð-
inn kvenfugl og 117 ungir kvenfugl-
ar.
Loks verður að telja líklegt að
mjög mikill hluti stofnsins hafi sést
í talningu 10.-13,10. 1978, en þá var
talið á Mývatnssvæðinu öllu og á
Laxá niður að virkjun. Alls fundust
2159 húsendur (1212 fullorðnir stegg-
ir, 717 fullorðnar kollur og 230 ókyn-
greindir ungfuglar), þar af 1698 á Mý-
vatni sjálfu, aðallega austan til, 455 á
efsta hluta Laxár, en aðeins 6 í Lax-
árdal. Auk þess var vitað um 4 steggi
á Sogi, en önnur svæði voru ekki
kiinnuð.
Auk þess sem heildartölur fyrir
landið fengust með beinum talning-
um á stórum svæðum, var hægt að
telja steggina í júlí-ágúst, en þeir söfn-
uðust saman í hópa á Mývatni og
efsta hluta Laxár í júlí ár hvert og
felldu flugfjaðrir þar. Dagana 9.—10.
7. 1975 fundust alls 972 húsandar-
steggir á þessu svæði, en við könnun
úr lofti 8.7. fundust alls 50 steggir
annars staðar í Þingeyjarsýslu, eða
sanrtals 1022 steggir. Dagana 16,— 21.
7. 1976 fundust alls 1026 húsandar-
steggir í felli, svo lil allir á efsta hluta
Laxár. Sumarið 1977 felldu flestir
steggirnir á Mývatni og talning mis-
tókst. f ágústbyrjun 1978 var fjöldi
húsandarsteggja á Mývatni og Laxá
áætlaður 1273, en mikill lduti þeirra
var þá á Mývatni og talan er að veru-
legu leyti byggð á hlutfalli húsandar-
steggja í úrtaki anda á vatninu. Þessi
tala kemur þó vel lieim víð talningu
í októbei' 1978 (1212 steggir).
Heildarfjöldi steggja á landinu er
því þekktur í júlí—ágúst 1975, 1976
og 1978, og er þá gengið út frá því
að J)eir hafi allir fellt á svæðum sem
talið var á. í maí 1976 og janúar 1977
er heildarfjöldi fullorðinna og ungra
steggja þekktur og sennilega einnig
fjökli steggja í október 1978. Hlut-
föll fullorðinna og ungra steggja í
apríl-maí ár hvert og á nokkrum tím-
um vetrar eru auk þess þekkt í stór-
um úrtökum (Taíla 3). Heildarfjöldi
fullorðinna steggja á hverjum tíma
sem hlutfall af heildarfjölda steggja
einu ári áður gefur afkomustuðul sem
ræðst að einhverju eða öllu leyti af
raunverulegri líftölu (þ.e. hlutfalli
þeirra sem lifa af árið), en kann einn-
ig að vera háður dreifingu steggjanna
og ferðum inn og út úr landinu (ef
einhverjar eru). Þessi afkomustuðull
fullvaxinna steggja er samkvæmt at-
hugunum um 0.94 á ári og virðist
vera jafn á öllum árstímum, eða um
0.995 á mánuði. M.ö.o. deyja (hverfa)
a.m.k. 5 steggir af hverjum þúsund á
hverjum mánuði. Raunveruleg dán-
artala kann þó að vera hærri, ef inn-
flutningur fullvaxinna steggja á sér
stað. Raunar er líftalan 0.94 á ári
langt fyrir ofan það sem þekkist hjá
nokkrum andfugli og gæti jtað bent
til þess að eitthvað af steggjunum yf-
irgefi landið á fyrsta hausti og skili
sér ekki aftur fyrr en eftir eitt eða
fleiri ár.
Líkan af fjölda húsandarsteggja
1974—1979 fellur svo til alveg sam-
an við jtær talningar sem taldar eru
vera heildartalningar (6. mynd). Lík-
180