Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 71
vetrarstöðvarnar meðfram ströndum
frá Kodíakeyju við suðurströnd Al-
aska suður til Norður-Kaliforníu, auk
þess eru vestrænar húsendur á vötn-
um langt inni í landi, þar sem ekki
leggur, t. d. í Yellowstone þjóðgarðin-
um í Wyoming. Vetrarstöðvarnar eru
fyrst og fremst árósar, fljót og stöðu-
vötn, Jr.e.a.s. á fersku eða ísöltu vatni,
en liins vegar sjaldan á raunveruleg-
um sjó (Godfrey 1966).
Vestræni lrúsandarstofninn er ef-
laust margfaldur að stærð á við ji>ann
austræna. Austræni stofninn er utan
Islands Jækktur sem reglulegur vetr-
argestur frá Fagureyjarsundi (Strait of
Belle Isle), við austurströnd Quebec,
suður til Maine, en stöku fuglar flækj-
ast sunnar, stundum allt til Karólínu.
Fjöldi vetrarfugla á Jressu svæði er
sennilega lítill, en Jró Jaað mikill að
menn hafa átt í erfiðleikum með að
skýra uppruna þeirra (sbr. Hasbrouck
1944). Sem dæmi um fjölda húsanda
að vetrinum á þcssuni slóðum nefnir
Palmer hámarksfjöldann 50—150
fugla í stað við austurströnd Kanada
og í mesta lagi 10—40 við Maine. Reed
og Bourget (1977) hafa nýlega áætlað
fjölda húsanda við St. Lawrence flóa,
og telja Jreir að Jrar hafi a.m.k. 2500
húsendur liaft vetursetu á síðustu
árum. Vetrarstöðvar húsandar við
austurströnd Norður-Ameríku eru að
sögn aðallega á sjó og hálfsöltu vatni,
en einnig á árn sem ekki leggur.
Húsendur eru á sumrin á norðan-
verðu Labrador (Ungava). Af.a. er vit-
að um fellistöðvar meðfram strönd
Ungavaflóa Jrar sem fjöldi húsanda í
sárum getur skipt hundruðum (Tocld
1963, Godfrey 1966, Palmer 1976).
Menn hafa löngum talið að húsöndin
hljóti að verpa á Jjcssuin slóðurn.
Heimildir um húsendur á Labrador
eru raktar af Todd (1963), sem kemst
að þeirri niðurstöðu að húsöndin sé
sennilega varpfugl nyrst á Labrador-
skaga, norðan skógarmarka og Jrar
með norðan varpsvæða hvinandar
(Bucepliala clangula (L.)). Þessi nið-
urstaða er ]>ó greinilega byggð mest-
megnis á almennt viðteknum skoðun-
um fræðimanna fremur en óhrekjan-
legum athugunum. Sú heimild sem
virðist komast næst Jtví að benda til
varps á Labrador er frásögn Bern-
harðs Hantzsch (1908), ]>ess sama og
ritaði urn íslenska fugla (1905). Hant-
zsch dvaldist 5 mánuði á íslandi árið
1903, árið 1906 fór hann í leiðangur
til Labrador, og árið 1909 í langan
leiðangur til Baffínlands ]>ar sem
hann lést sárþjáður vorið 1911 (sbr.
Rowley 1977).
Um húsöndina á Norðaustur-
Labrador segir Hantzsch að hún sé
ekki óalgeng sem varpfugl við fjarð-
arbotna sem skerast djúpt inn í land-
ið, svo og við nálægar tjarnir. Þessi
skoðun er byggð á upplýsingum sem
Hantzsch virðist hafa fengið annað
hvort hjá trúboðum eða eskimóum.
Segir hann að skammt norður af trú-
boðsstöðinni Killinek sé Jrröngur og
djúpur vogur senr víkki inn og myndi
eins og stöðuvatn (hér er ]>ó augljós-
lega urn sjávarvog að ræða). Húsöndin
hafi orpið á Jressum stað og einnig á
svipuðum stöðum í grenndinni Jrang-
að til 6—8 árum áður (Jxe. fram undir
aldamótin 1900). Ár hvert í endaðan
ágúst, Jregar ungarnir voru um ]>að
I>il fleygir og kvenfuglarnir í sárum,
hefðu menn farið Jiangað og skotið
endurnar. Þegar ekki hefði verið
165