Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 68
Árnþór Garðarsson:
íslenski húsandarstofninn
í þessari grein verður skýrt frá nið-
urstöðum nýlegra rannsókna á út-
breiðslu og stofnstærð húsandar
(Bucephala islandica (Gmelin)).
Rannsóknir þessar liafa farið fram
á undanförnum fjórum árum, eða frá
1975, og eru liður í rannsóknum á
andastofnum við Mývatn og Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu (sbr. A.G. 1979).
Markmiðið er að kanna og ákvarða
þá jjætti sem stjórna stofnstærð nokk-
urra andategunda.
Húsandarstofninn er sá andarstofn
á Mývatnssvæðinu sem áreiðanlegastar
upplýsingar eru tii um. Tiltölulega
auðvelt er að meta stofnstærðina á
ýmsum tímum árs, einkum vegna jress
að húsöndin er mjög áberandi fugl og
útbreiðsla hennar afar takmörkuð.
Á veturna er hún svo til eingöngu á
fersku vatni á lindasvæði landsins og
sést mjög sjaldan á sjó. Varpstöðvarn-
ar eru nær eingöngu á vatnasviði
Laxár.
Margir hafa orðið til Jjcss að veita
mér liðsinni við jtessar rannsóknir.
Vil ég einkum Jtakka Árna Einarssyni
fyrir aðstoð við talningar og marg-
háttaða hj'álp; Ólafi K. Nielsen, Skarp-
Iiéðni Þórissýni, Erling Ólafssyni,
lf>2
Joni Eldon og Neil Stronach fyrir að-
stoð við talningar; Finni Guðmunds-
syni, Erlendi Jónssyni og Ævari Peter-
sen fyrir liðsinni við öflun gagna. ÚJf-
ari Henningssyni, Sigurði Aðalsteins-
syni, Þórólfi Magnússyni og Bjarka
Hjaltasyni er þökkuð liðveisla við
könnunarflug. Ýmsir aðrir hafa látið
í té athuganir sínar og er þeirra getið
á viðeigandi stöðum. Rannsóknir á
húsöndum við Mývatn og Laxá voru
að hluta á vegunt Rannsóknastöðvar
Náttúruverndarráðs við Mývatn. Vís-
indasjóður styrkti rannsóknir við
Laxá 1977 og 1978.
Aðferðir
Utbreiðsla liusandar var tiltölulega
vel j>ekkt í upphafi þessarar könnun-
ar (sbr. Finnur Guðmundsson 1961),
en til þess að hægt væri að áætla
stofnstærð sæmilega nákvæmlega var
nauðsynlegt að kanna útbreiðsluna á
ýmsum árstímum með meiri ná-
kvæmni en áður hafði verið látin
nægja.
Athugunum úr lofti var beitt við
almenna könnun útbreiðslu og að
nokkru við talningar. Notaðar voru
litlar flugvélar (eins hreyfils háþekj-
Náttúrufræðingurinn, 48 (3—4), 1978