Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 9
Haematopus ostralegus 1980 1981 3. mynd. Fjöldi tjalds í Grafarvogi (ofar) og Kópavogi (neðar) frá mars 1980 til maí 1981. Talningardagar eru sýndir með lóðréttum strikum. Oystercatcher (Haematopus ostraleg- us) numbers in Grafarvogur (above) and Kópavogur (below), March 1980 - May 1981. apríl í Kópavogi (95) og 21. apríl í Grafarvogi (106). Vegna mikils fjölda vetursetufugla var erfitt aö ráða í það hvenær farfuglarnir komu að utan. í Öræfum, þar sem tjaldur er algengur umferðarfugl, sjást fyrstu tjaldarnir um 20. mars, en mest er umferðin 10.- 20. apríl (Hálfdán Björnsson 1976). Bæði vorin fækkaði tjöldum ört eftir hámark í apríl, 1980 var fjöldinn t.d. kominn í fjóra á hvoru svæði 8. maí. Fækkunin verður um leið og varpfugl- ar hverfa af leirunum, en varp hefst snemma í maí á þessum slóðum (Agn- ar Ingólfsson og Arnþór Garðarsson 1955). Sumarið 1980 byrjaði tjöldum að fjölga síðari hluta maí. í Kópavogi náði fjöldinn hámarki 26. júní (63). Fyrstu fleygu ungarnir sáust 10. júlí á Grafarvogsleiru. Frá 8. ágúst 1980 til 4. febrúar 1981 voru innan við 15 tjaldar í Kópavogi, nema 5. og 7. nóvember (49 og 22). Síðla vetrar varð veruleg fjölgun í Kópavogi, t.d. sáust 260 tjaldar 4. febrúar 1981. Á Grafarvogsleiru fjölg- aði tjaldi fram eftir öllu sumri 1980 og voru orðnir 145 þann 7. október. Um veturinn sáust 40-150 tjaldar í Grafar- vogi. Tjaldar sóttu lítið á leiruna til fæðu- öflunar um veturinn, en voru einkum í grjótfjörum. Þeir sáust oft taka sand- maðk og krækling, en þessar tvær teg- undir eru trúlega aðalfæða tjaldsins í fjörum hérlendis (sbr. Arnþór Garð- 63

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.