Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 10
Charadrius hiaticula 1980 1981 4. mynd. Fjöldi sandlóu í Grafarvogi (ofar) og Kópavogi (neðar) frá mars 1980 til maí 1981. Ringed Plover (Charadrius hiaticula) numbers in Grafarvogur (above) and Kópa- vogur (below), March 1980 - May 1981. arsson 1974, Arnþór Garðarsson o.fl. 1980). Sandlóa (Charadrius hiaticula) var ekki mjög áberandi, en breytingar í fjölda voru svipaðar á báðum svæð- um. í Grafarvogi sáust fyrstu sandló- urnar 16. apríl 1980 (2) og 1981 (5), en í Kópavogi 11. apríl 1980 (2) og 17. apríl 1981 (1). Bæði vorin náði fjöldi sandlóu hámarki snemma í maí, í Grafarvogi 7. maí 1980 (31) og 5. maí 1981 (24) og í Kópavogi 8. maí (56) og 10. maí (39) (4. mynd). Vorið 1980 var annað hámark um mánaðamótin maí-júní, en sambærilegar tölur eru ekki til fyrir 1981. í Grafarvogi byrjaði sandlóum að fjölga aftur 22. maí og urðu flestar 57 þann 28. í Kópavogi varð fyrst vart við aukningu 25. maí og hámark var 2. júní (40). Athuganir í Önundarfirði (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980), Skarðsfirði (Agnar Ing- ólfsson o.fl. 1980) og Eyjafirði (Guð- mundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson 1986) sýna hliðstæða fjölgun sandlóu síðari hluta maí. Sumarið 1980 var fjöldi sandlóu í lágmarki síðari hluta júní. Umferð var mun minni síðsumars en um vorið. Fjölgun varð á báðum svæðum síðustu dagana í júní og í byrjun júlí 1980, toppur var í Grafarvogi 21. júlí (26) og 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.