Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 20
Calidris maritima 1980 1981 10. mynd. Fjöldi sendlings í Grafarvogi (ofar) og Kópavogi (neðar) frá mars 1980 til maí 1981. Purple Sandpiper (Calidris maritima) numbers in Grafarvogur (above) and Kópa- vogur (below), March 1980 - May 1981. lingarnir 21. janúar (23) í Grafarvogi og 18. febrúar (60) í Kópavogi. Síðan varð nokkur fjölgun á báðum svæðum fram í byrjun apríl. Pá fjölgaði veru- lega og stærsti toppurinn var 1. apríl í Grafarvogi (191) og 9. apríl í Kópa- vogi (421), síðan varð fækkun, og ann- ar toppur í Grafarvogi 17. apríl (200) og í Kópavogi 1. maí (410). Sendlingar voru farnir 15. maí 1980 og að mestu leyti 22. maí 1981 (2 enn í Kópavogi). Eftir miðjan maí 1980 heyrði til und- antekninga ef sendlingar sáust á taln- ingasvæðum og var svo fram í janúar 1981. Sendlingar nota leðjufjörur aðeins síðla vetrar og á vorin, á öðrum árs- tímum eru þeir í grýttum fjörum (Arnþór Garðarsson 1974). Mikilvæg fæða sendlings í grýttum fjörum er kræklingur, doppur, burstaormar og krabbadýr (einkum þanglýs) (Ævar Petersen 1973, ArnjDÓr Garðarsson o.fl. 1980). Marflær voru aðalfæða 6 sendlinga í maí 1974 á leiru við Eyja- fjarðará (Arnþór Garðarsson o.fl. 1976). Einn fugi skotinn í Grafarvogi 7. maí 1980 hafði aðallega étið mýlirf- ur, en einnig nokkuð af smáskeldýr- um (Tafla 3). Lóuþræll (Calidris alpina) var einn algengasti vaðfuglinn. Fyrstu farfugl- arnir sáust 26. apríl 1980 (19 í Grafar- vogi og 14 í Kópavogi) og 24. apríl 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.