Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 23
Tafla 4. Aldurshlutföll lóuþræls í Grafarvogi og Kópavogi 1980. Age ratios (% young) of Calidris alpina in Grafarvogur and Kópavogur in August 1980. Dags. GRAFARVOGUR KÓPAVOGUR Hlutfall unga (%) n Hlutfall unga (%) n 5.7. 0 112 _ 15.7. - 11 109 19.7. 75 51 27 37 21.7. 76 134 54 46 23.7. 73 55 46 54 27.7. 88 51 - 29.7. 90 41 - 31.7. - 62 53 3.8. 89 27 - 5.8. 93 76 - 11.8. - 81 62 20.8. - 87 31 maí (Hardy og Minton 1980). Fyrstu lóuþrælarnir koma til Norðaustur- Grænlands í síðustu viku maí (Meltof- te 1985, Elander og Blomqvist 1986). Grænlenskir varpfuglar fara um ís- land í maílok (Wilson 1981), en einnig má búast við að íslenskir varpfuglar, t.d. kvenfuglar sem lokið hafa varpi (sbr. Soikkeli 1967), séu byrjaðir að mynda hópa seinast í maí. Af 3 kven- fuglum sem safnað var í Akraósi á Mýrum 27. maí 1980 höfðu 2 orpið þá um vorið. Fimm lóuþrælar sem skotnir voru í Grafarvogi 7. maí 1980, höfðu étið mest mýlirfur en einnig smávaxna kuðunga og krækling (Tafla 3). I On- undarfirði var aðalfæðan marflær (Gammarus zaddachi og Pseudalib- rotus littoralis) og mýlirfur (C. varia- bilis) (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980), en í Skarðsfirði leiruskeri (Nereis di- versicolor), ánar (Oligochaeta) og sandskel (Agnar Ingólfsson o.fl. 1980). Aðrir vaðfuglar. Hrossagaukar (Gallinago gallinago) verpa í næsta nágrenni við bæði talningasvæðin en sóttu ekki á leirurnar til fæðuöflunar. Fáeinir hrossagaukar sáust á leirum á Innnesjum, m.a. Kópavogi, kalda vorið 1979 (í apríl og maí). Fyrstu far- fuglar sáust 20. apríl 1980 og 24. apríl 1981. Vorið 1980 sáust fyrstu spóarnir (Numenius phaeopus) í Grafarvogi 6. maí og 13. maí í Kópavogi. Vorið 1981 sáust engir spóar í Grafarvogi en í Kópavogi sást sá fyrsti 8. maí. Síð- asta athugun 1981 var 30. ágúst í Kópavogi og 3. september í Grafar- vogi. Yfirleitt voru spóarnir stakir eða fáir saman (6 eða færri), oftast á flugi yfir, og sáust næstum aldrei á leirun- um. Fullorðin spóatíta (Calidris ferru- ginea) sást 15. júlí 1980 í Kópavogi. Sanderla (Calidris alba) sást í Kópa- vogi 5. maí 1981. Óðinshanar (Phala- ropus lobatus) sáust vorið 1980 í Graf- arvogi og Kópavogi, og 1981 í Grafar- vogi. Fyrstu athuganir á óðinshana í Grafarvogi voru 25. maí 1980 og 19. maí 1981, en 2. júní í Kópavogi. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.