Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 25
fæðutegundir en virðast skipta þeim milli sín með því að vera á ferðinni á mismunandi tíma. Meira var af flestum tegundum vað- fugla á vorin en þegar líða tók á sum- arið. Ein skýring á þessu kann að vera sú að um vorið hafi meira verið að- gengilegt af eftirsóttum fæðutegund- um, t.d. smáum marflóm og hæfilega stórum lirfum leirumýs. Einnig er fæðuframboð mun minna á vorin inn til landsins en síðsumars. Á varptíma eru vaðfuglarnir yfir- leitt horfnir af leirunni, en um það leyti flýgur einnig mikið af leirumýi og fæðuskilyrði breytast. Vaðfuglarnir byrja að koma aftur niður að sjó í júní, fyrst fullorðnir fuglar en síðar ungar. Sumar tegundir, m.a. rauð- brystingur og sendlingur, eru þá frek- ar á grýttum fjörum. Lóuþræll er hins vegar áfram mikið á leirunni og lifir e.t.v. á annarri fæðu um sumarið en um vorið. Jaðrakan kemur yfirleitt lítið á fjör- ur á vorin, enda óvíða völ á því á Suð- urlandsundirlendinu, en heldur sig þess í stað á blautum mýrum og ör- grunnum vatnasvæðum þar sem aðal- fæðutegundirnar virðast vera lirfur vorflugna (Trichoptera) og hrossa- flugna (Tipulidae). Flugurnar fara yf- irleitt í loftið snemma sumars og síð- sumars eru engar lirfur af ætilegri stærð. Jaðrakaninn yfirgefur því land- ið að mestu skömmu eftir að hann fer af varpstöðvunum. Farmunstrið er hugsanlega aðlögun að lífsferlum stórra votlendisskordýra og því óháð atburðum í fjörunni, enda er jaðra- kaninn nýlegur landnemi vestanlands og norðan (Bjarni Sæmundsson 1936, Timmermann 1949, Finnur Guð- mundsson 1951) og sennilega líka nýbyrjaður að nota fjörurnar þar. Spói kemur næstum ekkert á leirur. Flann er farfugl sem kemur mest í maí og fer af landi brott í júlí-ágúst. Heið- lóa kemur lítið við á leirum á vorin en mjög mikið á haustin. Ekki er ljóst af hverju þetta gerist. Báðar tegundirnar éta mikið af berjum, stórum skordýr- um og langfætlum. Er e.t.v. meira af þessum dýrum á vorin og sumrin en seint á haustin? Athyglisvert er að heiðlóa er eina vaðfuglategundin sem er meira á leirunni á haustin en vorin. Pó notuðu heiðlóur leiruna óreglu- lega, sem eins konar uppbót á gras- lendi og mólendi, og fæðuvalið var líka mjög ósérhæft, sem gæti bent til þess að sérhæfðar fuglategundir eigi fremur erfitt uppdráttar á þessum leir- um á haustin. Aðeins tvær vaðfuglategundir, tjaldur og sendlingur, komu fyrir á leirunum yfir háveturinn í einhverjum mæli. Báðar þessar tegundir nýta að- allega grjótfjörur á veturna. Tjaldur- inn notar leirur líka í hlýindum, en sendlingur aðeins síðari hluta vetrar. Tildran hagar sér svipað og sendling- ur, þótt jafnan væri minna um hana. Stelkar hurfu alveg af leirunum í nóv- ember og sáust ekki aftur fyrr en í febrúar. Ekki virðist ósennilegt að át- aðferðir og vetrarhiti ákvarði það hvort vaðfuglar eru staðfuglar eða farfuglar. Þegar leiran kólnar, hæg- ir mjög á hreyfingum hryggleysingja sem lifa ofan í leðjunni og erfiðara verður fyrir vaðfugla að finna þá (Pienkowski 1983). Hér á landi frjósa flestar leirur, a.m.k. einhvern tíma vetrar. Aðeins þær vaðfuglategundir sem geta farið annað í kuldum geta verið staðfuglar hér. Þessar tegundir (tjaldur, tildra, stelkur, sendlingur) eru ekki háðar leirum, en nota þær þegar vel viðrar. Að öðrum kosti nota þær grýttar fjörur, þar sem fæðunnar er aflað af yfirborðinu, auk þess sem þær nota sér upprekin dýr, sem oft er að finna í þarahrönnum fyrir opnu 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.