Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34
Tafla 2. Magn köfnunarefnisoxíða (NOx) í loftsýnum, sem tekin voru við Bláfjallaveg undir Lönguhlíð 1982-1987. Concentration of nitrogen oxides (NOx) in ambient air sam- ples collected during the summers of 1982-1987 at a locality approximately 17 km south of the center of Reykjavík. See also table 1. Sýnataka1' (dagar) Lengd2) (mín.) Rúmmál3) (1) Magn NOx4) (míkról/1) 3.7.1982 73,6 ± 31,4 67,2 ± 25,1 2,8-10“3 ± 0,35-10“3 11.7.1985 90,0 ± 30,0 93,3 ± 2,6 5,0-10'3 ± 1,73T0-3 17.7.1986 89 ± 13,1 241,8 ± 308,0 3,8T0'3 ± L96T0-3 6.8.1987 66,8 ± 18,2 60,4 ± 26,7 2.8T0-3 ± 1,19-10“3 22.8.1987 69,8 ± 21,7 79,0 ± 14,6 4,8T0-3 ± 1,80T0'3 1) Hverju sinni voru tekin 3-7 sýni sem næst í röð og á sama tíma og sýni til ákvarðana á 03 nema árið 1982 (sjá töflu 1). 2) Meðaltímalengd sýnatöku í mín. ± S.D. 3) Meðalrúmmál sýna í 1 ± S.D. 4) Meðalmagn NOx í sýnum sama dags ± S.D. Með þessari aðferð má ákvarða ósón á bilinu 0-500 míkról/1. Ákvörðun á NOx er áður lýst (Hörður Þormar og Þorkell Jóhannes- son 1977a). NIÐURSTÖÐUR Magn ósóns var að meðaltali á bil- inu 1,1-102 - 2,4-10'2 míkról/1 (0,011- 0,024 míkról/1) í sýnum, sem safnað var hvern hinna fimm sýnatökudaga í júlí og ágúst árin 1982 og 1985-1987 (Tafla 1). Staðlað frávik frá miðtölu- gildi var mest árið 1982 (± 0,8T0‘2 míkról/1), en minnst síðari sýnatöku- daginn sumarið 1987 (± 0,1T0'2 míkr- ól/l). Magn ósóns var minnst fyrri sýnatökudaginn sumarið 1987, en var mest síðari sýnatökudaginn það ár og jafn mikið og var í sýnum frá árinu 1986. Sumarið 1984 gaf aldrei til þess að safna sýnum. Söfnun sýna féll nið- ur sumarið 1983. Samanlagt magn köfnunarefnis- oxíða (NOx) var ætíð minna í loftsýn- um en magn ósóns eða að meðaltali á bilinu 2,8-10'3 - 5,0-10'3 míkról/1 (0,0028-0,0050 míkról/1). Magn köfn- unarefnisoxíða var minnst í loftsýnum 1982 og í sýnum frá fyrri sýnatökudegi árið 1987, en var mest í loftsýnum frá árinu 1985 og frá síðari sýnatökudegi árið 1987 (Tafla 2). Til frekari glöggvunar eru niður- stöðutölur ósónmælinga einnig sýndar í súluriti (2. mynd). UMRÆÐA Magn köfnunarefnisoxíða (NOx) var ætíð sýnu minna en við höfum áð- ur mælt minnst á opnu svæði í Reykja- vík (Miklatún). Fer þannig ekki milli mála, að magn köfnunarefnisoxíða var mjög lítið alla þá daga, sem sýnum var safnað. Ekki varð heldur séð, að marktækar breytingar yrðu á magni NOx á athugunartímabilinu (Tafla 2). Á mikilli umferðargötu í Reykjavík (Miklubraut) höfum við hins vegar mælt margfalt meira magn NOx (Hörður Þormar og Þorkell Jóhannes- son 1977a). Af þessu má álykta, að magn köfnunarefnisoxíða hafi í raun verið mjög lítið í lofti á sýnatöku- staðnum og því ekki haft áhrif til minnkunar á magni ósóns í loftinu. 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.