Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 35
0.03 1982 1985 1986 1987 1987 SÝNATÖKUTÍMI Mynd 2. Niðurstöðutölur ósonmælinga sýndar í súluriti (sbr. Töflu 1). Grái og gulgrái hluti súlnanna sýnir staðlað frávik (S.D.) frá miðtölugildi, sem gefið er til kynna með lá- réttu, heilu striki á miðju svæðinu. The results of ozone determinations depicted as col- umns (conf. Table 1). The gray areas indicate the standard deviations from means which are shown as unbroken horizontal lines in the middle of the gray areas. Magn ósóns breyttist lítið á athug- unartímabilinu. Það var á bilinu 1,1 TO'2 - 2,4T0'2 míkról/1 (0,011 - 0,024 míkról/1) (Tafla 1 og 2. mynd). Svipað magn hefur verið mælt í lofti í Grænlandi (0,013 míkról/1) og á Suð- urskautslandinu (0,01 - 0,03 míkról/1) (Air Quality 1970). í Alpafjöllum er bakgrunnsmagn ósóns í lofti nokkru hærra eða á bilinu 0,03 - 0,04 míkról/1 í 1600 - 4000 m hæð (Gehrig 1988). Til samanburðar skal geta þess, að há- marksgildi ósóns í andrúmslofti, sem leyfilegt telst í Bandaríkjunum, er 0,08 míkról/1 (Sax 1974). Schjoldager (1979) hefur mælt meira magn en þessu nemur í sýnum, sem tekin voru á tveimur sýnatökustöðum í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá miðborg Oslóar og í 150 - 200 m hæð yfir sjó. Taldi hann, að niðurstöðutölur þessar gæfu til kynna, að ljósefnafræðilegra efna- hvarfa hefði gætt á sýnatökustöðum þessum vegna mengunar í lægri hlut- um andrúmsloftsins (photochemical smog). Með því að sýnatökustaður okkar (l.mynd) er sambærilegur við sýnatökustaði Schjoldagers í námunda við Osló, er ljóst, að slíkrar mengunar hefur ekki gætt hér. í þessu sambandi er einkar athyglis- vert, að ljósefnafræðilegur þreykur gæti myndast í sambærilegum mæli að sumri til í Los Angeles (34° norð- 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.