Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 42
og Greeley 1980, Macdonald og Abb- ott 1970). Fallgígar eru einföld form (1. mynd). Stærstur og að sumu leyti merkilegastur þeirra er Makaopuhi sem er 1,6 km í þvermál. Myndun hans er flókin. Fyrst myndaðist fall- gígur sem fylltist síðan að nokkru leyti af hrauntjörn. Löngu síðar eða eftir að hrauntjörnin var að fullu storknuð myndaðist nýr fallgígur að hluta til í hinum fyrri (3. mynd). í toppi dyngjanna á Hawaii mynd- ast með tímanum víðáttumiklar öskj- ur, allt að 4 km í þvermál og 150 m djúpar (Macdonald og Abbott 1970). Öskjurnar myndast við hægt sig vegna þess að kvikuþrýstingur í kvikuhólfum undir þeim fellur. Það er því frekar stigsmunur en eðlismunur á myndun askja og fallgíga í dyngjum. Líta má á fallgíga sem litlar öskjur. Á Hawaii má segja að munurinn felist í því að öskjur myndast á toppi dyngjanna en fallgígarnir á sprungusveimunum. Þó má nefna Halemaumau sem er stór fallgígur í öskjunni á Kilauea (2. mynd) og þrjá fallgíga rétt við öskju Mauna Loa. FALLGÍGAR Á ÍSLANDI Fallgígar hafa nær algerlega orðið útundan í jarðfræðilegri könnun Is- lands. Þótt þeir séu að öllum líkindum algengir hér, einkum á Norðurlands- rekbeltinu, hefur enginn gert á þeim kerfisbundnar athuganir og reynt að útskýra myndun þeirra að undanskild- um Ólafi Jónssyni (1945) í ritverkinu um Ódáðahraun. Eftirfarandi umræða byggir á athugun höfundar sumarið 1988 auk þeirra fáu heimilda sem til eru um íslenska fallgíga. íslenskir fallgígar eru langflestir í eða við toppgíga í dyngjum ólíkt fall- 3. mynd. Myndun Makaopuhi fallgígsins í Kilauea, Hawaii. A. Fallgígur myndað- ist við að nær hringlaga blokk féll niður í dyngjuna. Vegna hruns úr veggjum kaf- færðist neðri hluti gígsins í skriðu. B. Fallgígurinn hálffylltist af hrauntjörn sem storknaði að fullu. C. Nýr fallgígur myndaðist þegar blokk seig niður að hluta til þar sem fyrri gígurinn var. D. Makaopuhi í dag. Hraun frá gosum 1922 og 1965 hafa fyllt yngri fallgíginn að mestu. The fonnation of the double pit crater Makaopuhi. A. A subcircular fault block sank, leaving a crater at the sur- face. The upper walls of the crater colla- psed to hide the lower walls with rock debris. B. Lava poured into the crater and solidified. C. A second block sank, making a crater that cut across the edge of the first one. D. Makaopuhi today. Lava from eruptions in 1922 and 1965 formed a pool that mostly filled the second crater. (Einfaldað eftir simplified from Macdonald & Abbott 1970). 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.