Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 42
og Greeley 1980, Macdonald og Abb-
ott 1970). Fallgígar eru einföld form
(1. mynd). Stærstur og að sumu leyti
merkilegastur þeirra er Makaopuhi
sem er 1,6 km í þvermál. Myndun
hans er flókin. Fyrst myndaðist fall-
gígur sem fylltist síðan að nokkru leyti
af hrauntjörn. Löngu síðar eða eftir
að hrauntjörnin var að fullu storknuð
myndaðist nýr fallgígur að hluta til í
hinum fyrri (3. mynd).
í toppi dyngjanna á Hawaii mynd-
ast með tímanum víðáttumiklar öskj-
ur, allt að 4 km í þvermál og 150 m
djúpar (Macdonald og Abbott 1970).
Öskjurnar myndast við hægt sig vegna
þess að kvikuþrýstingur í kvikuhólfum
undir þeim fellur. Það er því frekar
stigsmunur en eðlismunur á myndun
askja og fallgíga í dyngjum. Líta má á
fallgíga sem litlar öskjur. Á Hawaii
má segja að munurinn felist í því að
öskjur myndast á toppi dyngjanna en
fallgígarnir á sprungusveimunum. Þó
má nefna Halemaumau sem er stór
fallgígur í öskjunni á Kilauea (2.
mynd) og þrjá fallgíga rétt við öskju
Mauna Loa.
FALLGÍGAR Á ÍSLANDI
Fallgígar hafa nær algerlega orðið
útundan í jarðfræðilegri könnun Is-
lands. Þótt þeir séu að öllum líkindum
algengir hér, einkum á Norðurlands-
rekbeltinu, hefur enginn gert á þeim
kerfisbundnar athuganir og reynt að
útskýra myndun þeirra að undanskild-
um Ólafi Jónssyni (1945) í ritverkinu
um Ódáðahraun. Eftirfarandi umræða
byggir á athugun höfundar sumarið
1988 auk þeirra fáu heimilda sem til
eru um íslenska fallgíga.
íslenskir fallgígar eru langflestir í
eða við toppgíga í dyngjum ólíkt fall-
3. mynd. Myndun Makaopuhi fallgígsins
í Kilauea, Hawaii. A. Fallgígur myndað-
ist við að nær hringlaga blokk féll niður í
dyngjuna. Vegna hruns úr veggjum kaf-
færðist neðri hluti gígsins í skriðu. B.
Fallgígurinn hálffylltist af hrauntjörn sem
storknaði að fullu. C. Nýr fallgígur
myndaðist þegar blokk seig niður að
hluta til þar sem fyrri gígurinn var. D.
Makaopuhi í dag. Hraun frá gosum 1922
og 1965 hafa fyllt yngri fallgíginn að
mestu. The fonnation of the double pit
crater Makaopuhi. A. A subcircular fault
block sank, leaving a crater at the sur-
face. The upper walls of the crater colla-
psed to hide the lower walls with rock
debris. B. Lava poured into the crater
and solidified. C. A second block sank,
making a crater that cut across the edge
of the first one. D. Makaopuhi today.
Lava from eruptions in 1922 and 1965
formed a pool that mostly filled the
second crater. (Einfaldað eftir simplified
from Macdonald & Abbott 1970).
96