Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 45
ara gjáa má sjá hvar kvika hefur runn- ið út um hliðar gjánna. í einni gjánni hefur myndast hrauntjörn og hraun runnið þaðan út á jafnsléttu (6. mynd). Líkleg röð atburða gæti verið þessi: Að loknu gosinu í Kollóttudyngju var dyngjan að hluta til storkin. Þá gekk gliðnunarhrina yfir svæðið svip- að og í Kröflueldum. Við slíkar hreyf- ingar myndast skástígar sprungur á yf- irborði (Kristján Sæmundsson 1980). Þar sem aðeins ysta skorpa dyngjunn- ar var fullstorknuð lét hún auðveldar undan svo stórar gjár mynduðust í hlíðum hennar og opnaðist þar leið fyrir kviku út í þær. Við þetta lækkaði í hrauntjörninni í toppgígnum. Stork- ið þakið hélt ekki lengur og brotnaði niður þar sem það var veikast. Þessi hreyfing myndaði einnig hringgjána þegar þakið allt seig. Ólafur Jónsson (1945) setti fram svipaða kenningu um tilurð jarðfallanna en hann taldi gjárn- ar vera hraunrásir þar sem þakið hafi hrunið niður að hluta. Mér þykir það frekar ólíklegt, m.a. vegna stefnu þeirra en þær liggja nær samsíða gíg- börmunum. Hraunrásir stefna yfirleitt undan halla og í áttina frá upptökum sínum, gígunum. Auk þess eru veggir gjánna alls ósvipaðir sléttum veggjum hraunrása sem sjá má í hraunhellum, þeim svipar frekar til veggja mis- gengja svo sem í Almannagjá. GÍGURINN í URÐARHÁLSI Urðarháls er tiltölulega flöt dyngja fyrir norðan Dyngjujökul í Vatnajökli og austan við Dyngjuháls. Dyngjan hefur myndast í flæðigosi, sennilega á síðasta hlýskeiði ísaldar fyrir 120.000- 70.000 árum. Urðarháls er allur jökulnúinn en lít- ið er af jökulruðningi á yfirborði hans, nær allt laust efni þar er foksandur. 6. mynd. Hrauntjörn í gjá í hlíðum Kollóttudyngju. Hraun hefur runnið í tjörnina úr veggjum gjárinnar og út úr henni ofarlega til hægri á myndinni. A secondary lava lake in a wide fissure on the slopes of the Kollóttadyngja sltield volcano. Note how the lava lias run out from the walls of tlie fissure (Ljósm. photo Kristján Geirsson). 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.