Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 49
Páll Imsland Ebenezer Henderson og Suðurlandsskj álftabeltið Ebenezer Henderson (1784-1858) ferðaðist um þvert og endilangt ísland árin 1814 og 1815 til þess að selja ís- lendingum biblíur. Hann hafði vetur- setu í Reykjavík á milli ferðalaga. Hann ritaði bók um ferðir sínar og dvöl hér á landi. Hlaut bók þessi mikla frægð og er veigamikið heim- ildarit um ísland á þessari tíð. Hann ritaði margt um náttúru Islands, enda var hann mjög áhugasamur náttúru- skoðari. Bókin kom út í London árið 1818, en birtist fyrst á íslensku árið 1951. Á bls 378 í Ferðabók sinni frá ís- landsreisunni segir Henderson: „Reykir eru í Ölfusi, en því byggðar- lagi er mjög hætt við landskjálftum. í rauninni er svo að sjá, sem það liggi nákvæmlega í horni neðanjarðarlínu, sem með miklum líkum er talið að myndi samband milli Reykjaness, ásamt eldfjöllunum í Gullbringusýslu, og Heklu, ásamt eldjöklunum í aust- urhluta landsins. Hlýtur það þess- vegna að verða fyrir áhrifum, þegar einhver þessara fjalla gjósa“. Þessi orð eru sett á blað fyrir meira en 170 árum. Þau lýsa sambandi eða tengslum á milli gosbeltisins á austan- verðu Suðurlandi (Suðurlandsgosbelt- isins) og gosbeltisins á Reykjanes- skaganunr (Reykjanessgosbeltisins). Samband þetta er fólgið í tíðari og meiri jarðskjálftum en eru annars staðar á þessum slóðum og líkindum á því að þeir standi í nánum tengslum við eldvirknina á gosbeltunum sitt hvoru megin við skjálftasvæðið. Henderson gefur ekki neina skýringu á þessu sambandi, enda var slíkt lítt tíðkað á þeim tímum. 1 jarðfræðilegri umfjöllun er þetta svæði nú gjarnan kallað Jarðskjálfta- beltið á Suðurlandi, Suðurlands- skjálftabeltið eða Suðurlandsbrota- beltið. Það teygir sig frá Hellisheiðar- svæðinu í vestri og austur undir Torfajökulsfjöllin, þ.e.a.s. inn á Vatnafjallasvæðið í austri. Það nær því yfir allar lágsveitir Suðurlands. Hér hefur jörð af og til leikið á reiði- skjálfi og jarðskorpan rifnað með til- heyrandi breytingum á landslagi og vatnafari. Yfirleitt hefur þetta þó gerst með alllöngu millibili. Hafa af því hlotist mannskaðar og mikil tjón. Saga og afleiðingar jarðskjálftanna hefur alloft verið rakin og þarf ekki að endurtaka það hér. Yfirlit yfir skjálftana og áhrif þeirra má fá í bók Þorvaldar Thoroddsens (1899), í grein Sveinbjörns Björnssonar (1976), Skýrslu vinnuhóps Almannavarnaráðs um jarðskjálfta á Suðurlandi og varnir gegn þeim (1978) eða grein Páls Ein- arssonar og fleiri (1981). En hvernig útskýrir nútímajarð- Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 103-108, 1989. 103

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.