Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 51
1. mynd. Plötujaðrarnir sem skilja að Norður-Ameríkuplötuna og Evrasíuplötuna á ís- landi. Þeir eru tvenns konar, rekbelti og rekhliðrunarbelti (þverbrotabelti). The North American plate and the Eurasian plate are separated by two kinds ofplate margins in Ice- land, rift zones and off-setting fracture zones. snúa þvert á hliðrunarstefnuna. Þessi hliðrunarbelti ganga undir ýmsum nöfnum; t.d. þverbrotabelti eða brotabelti, en ef til vill er rekhliðrun- arbelti það orð sem Iýsir fyrirbærinu best. Suðurlandsskjálftabeltið hliðrar þá landrekinu á milli Reykjanesskag- ans og Torfajökulssvæðisins. Rekbelt- inu á Norðurlandi er hliðrað um sams konar belti, Tjörnesbrotabeltið, vest- ur undir Kolbeinseyjarhrygginn norð- vestan Grímseyjar. Á Kolbeinseyjar- hryggnum virðast vera nokkur mjög stutt hliðrunarbelti af þessum toga. Best þekkt þeirra er Sparbrotabeltið norður undir 69° N. Kolbeinseyjar- hryggnum sjálfum er hliðrað um stórt og mikið brotabelti, Jan Mayenbrota- beltið rétt norðan við Jan Mayen (á 71°-72°N), austur á Mohnshrygginn. Sunnan Islands er svipað uppi á ten- ingnum, allmörg smá hliðrunar- og brotabelti setja mark sitt á Reykjanes- hrygginn og þegar kemur suður undir 55°N fara þau að stækka. Mest áber- andi er Charlie Gibbsbrotabeltið á 52°N. Svona brotabelti einkenna rek- hryggjakerfið á hafsbotninum um alla jörð. Þessi skilningur á eðli jarðskjálft- 105

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.