Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 53
um. Meðal þessara jarðlaga eru bas- althraunlög. Eldvirkni átti að hans dómi engan þátt í myndun basalts og yfirleitt skipti hún litlu sem engu máli í þróun jarðskorpunnar. Hún var ein- hvers konar tilviljanakennt fyrirbæri sem skildi eftir sig lítil og staðbundin spor. Eldurinn kviknaði í eldfimum jarðlögum á litlu dýpi og barst þá bráðið efni upp á yfirborðið og storknaði sem hraun. Það lá ekki ljóst fyrir Werner að basaltlögin og hraun- in voru sama eðlis. Hann ferðaðist lít- ið og hafði af eigin reynslu einkum þekkingu á jarðlögum Norður-Þýska- lands og kann það að valda miklu um villu hans. Víðsýnin kom síðar hjá öðrum, eins og t.d. lærisveini hans Humbolt, sem sneri baki við hug- myndum Werners er hann á ferðum sínum sá með eigin augum það sem ekki féll að kenningunum sem honum höfðu verið kenndar. Þessi megin- hugmynd Werners, að basalt væri sjávarset, setti mark á alla umfjöllun um jörðina á þessum tíma og hafa áhangendur hennar borið viðurnefnið Neptúnistar, eftir sjávarguði Róm- verja. Sá Breti sem mest lagði jarð- fræðinni til á ungdómsárum hennar var án efa Skotinn James Hutton (1726-1797). Hann gaf út hina merku bók sína „The Theory of the Earth“ (Kenningin um Jörðina) árið 1788 og aftur í endurbættri og aukinni gerð 1795. Þessi bók hafði ekki mikil áhrif fyrr en lærisveinn hans, Skotinn John Playfair (1748-1819), gaf út skýringar sínar við hana „Illustration of the Huttonian Theory of the Earth“ (Út- skýring á kenningu Huttons um Jörð- ina) árið 1802. Hutton rakst á ýmislegt í jarðfræði Skotlands sem ekki féll að hugmyndum Werners og ber þar hæst hugmyndir hans um eldvirkan upp- runa storkubergs og merki þess að bergkvika hefði troðist inn í önnur jarðlög. í bók sinn andmælti hann því kenningum Werners, útlistaði um- fangsmikið samhengi í þróun jarð- skorpunnar og lagði áherslu á hinn mikla þátt eldvirkninnar og annarra innrænna afla. Þessar hugmyndir út- skýrði síðan Playfair í bók sinni. Þeir sem aðhylltust þessar skoðanir urðu æ fleiri eftir því sem tímarnir liðu og eru Neptúnistar nú löngu horfnir af sjón- arsviðinu. Á meðan deilur stóðu um þessi mál voru áhangendur eldvirkn- innar nefndir Plútonistar eftir undir- heimaguði Grykkja. Hugmyndir Hutt- ons í útskýringum Playfairs ollu gagn- gerum breytingum á hugmyndum manna og afstöðu þeirra til þessarar ungu fræðigreinar og þær hlutu talsvert almennt umtal. Þar kom fram nýr og gerbreyttur skilningur á mörg- um fyrirbærum jarðarinnar og ferlun- um sem að baki þeim lágu, einkum varðandi eldvirkni og önnur innri ferli. Ekki er ólíklegt að hinn ungi Henderson, brennandi af áhuga á náttúrunni, hafi komist í tæri við bók Playfairs þó um það verði hér ekkert fullyrt. Hann var 18 ára gamall er bókin kom út og verður að telja lík- legt að hann hafi vitað af henni, því hann og höfundur voru landar og því ekki um langan veg að flytja fréttirnar af bókinni. Orðalag Hendersons á sambandi eldvirkninnar og skjálftanna á Suður- landi ber að sjálfsögðu merki síns tíma, en þau lýsa djúpum skilningi á náttúrunni, svo djúpum að slíkt fannst einungis í fari sárafárra manna á þess- um tíma. Þau bera því glöggt vitni að Henderson hefur hugleitt náttúruna eins og góður og vellærður nátt- úrufræðingur gerir, jafnvel í dag, en miklu síður eins og skólaður maður kirkjunnar fyrir tæpum tveim öld- um. 107

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.