Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 57
helstu niðurstöður hennar varðandi ís- lenska slímsveppi verða væntanlega birtar í 10. hefti Acta botanica islandica. Ljósrit af ritgerð Götzsches er til í Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands á Akureyri. PYRENOMYCETER PÁ BETULA PUBESCENS PÁ ISLAND Eiríkur Jensson Hovedoppgave i spesiell botanikk til matematisk-naturvitenskaplig embetseksamen ved Universitetet i Bergen. 1978 (129 vélr. bls.). Ritgerðin byggir á söfnun og rannsókn- um höfundarins árin 1974-1975, er hann ferðaðist hér um landið og safnaði kimba- sveppum (Pyrenomycetes) af dauðu og lif- andi birki á 8 völdum svæðum víðs vegar um landið. Hér er um að ræða einn af að- alflokkum eskisveppanna (Ascomycetes), og lifa sveppir þessir á alls konar fúnum eða hálfrotnum jurtaleifum eða jafnvel sem sníkjuverur á lifandi jurtum. Flestir eru örsmáir og birtast sem pínulitlir svartir dílar. Þótt kimbasveppir megi kallast tiltölu- lega vel þekktir hér á landi, miðað við ýmsa aðra sveppaflokka, tókst Eiríki að tvöfalda tölu þeirra tegunda sem áður voru þekktar á birkinu, og skýrir hann frá um 40 tegundum í ritgerð sinni og Iýsir flestum þeirra allýtarlega, með teikning- um o.s.frv. Fremst í ritgerðinni er greiningarlykill fyrir þessar tegundir og í lokin er almenn- ur kafli um útbreiðslu tegundanna, undir- lag þeirra o.fl., með samanburði við flórur grannlandanna. Fregnast hefur að Náttúrufræðistofnun íslands muni gefa út þessa ritgerð Eiríks í einhverju formi á næstu mánuðum eða ár- um, og verður það vonandi fyrr en seinna. LOKAORÐ Hér má bæta því við, að í doktorsritgerð Trond Schumacher: A monograph of the genus Scutellinia (Cooke) Lamb. (Pyro- nemataceae), er hann vann við Oslóarhá- skóla 1987, er getið um 10 íslenskra teg- unda og þar af 8 nýrra í flóru landsins. Einnig hefur Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir skrifað prófritgerð um „íslenska jarðvegs- sveppi", við Líffræðiskor Háskóla íslands, 1984, sem byggist á rannsóknum hennar á jarðvegssýnum af Suðurlandi og Auðkúlu- heiði, er tekin voru 1982-83. Þar er lýst um 30 tegundum, aðallega vanburða- sveppum (Fungi imperfecti). Þar sem rit- gerðin er ófullgerð verður efni hennar ekki frekar rakið hér, en höfundur hyggst ljúka henni á þessu ári eða næsta. 111

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.