Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 3
Sveinn P. Jakobsson og Guðmundur Ó. Friðleifsson Jarðbik í holufyllingum í Skyndidal, Lóni INNGANGUR Náttúrufræðingar, einkum þeir er vinna á náttúrugripasöfnum, verða að vera undir það búnir að fá til athugun- ar ýmsar óvæntar sendingar. Ein slík barst Náttúrufræðistofnun Islands í lok ágúst 1985 frá tveimur áhuga- mönnum um steinafræði á Egilsstöð- um. Þetta var lítil holufylling úr blá- grýti, útötuð í þykkri olíu. Með henni var miði sem greindi frá því að holu- fyllingin hefði fundist á Lónsöræfum og hefði lekið úr henni olían. Eins og skiljanlegt er, var þessum upplýsing- um tekið með nokkurri varúð í fyrstu. Allar efasemdir hurfu hinsvegar þegar rætt hafði verið við sendandann, Helga Bragason menntaskólakennara á Egilsstöðum, og Björn Ingvarsson tæknifræðing, en hann og Kristbjörn Þorbjörnsson fundu holufyllinguna. Björn og Kristbjörn höfðu farið til náttúruskoðunar í innsta hluta Skyndidals hinn 17. ágúst 1985 (bréfl. upplýsingar 18. okt. 1985). Þeir gengu inn úr Hoffellsdal yfir í Skyndidal, fóru síðan yfir Lambatungnajökul og að rótum Lambatungnatinds. Nokkur hundruð metra frá sporði jökulsins komu þeir að sérkennilegu hraunlagi sem alsett var holufyllingum. Þeir hjuggu í eina holufyllinguna sem stóð út úr bergveggnum og sáu þá að hún var að rnestu fyllt svörtu seigfljótandi efni. Björn og Kristbjörn tóku sýni af þessari fyllingu, og það var hún sem seinna barst Náttúrufræðistofnun. Þar skammt frá sáu þeir aðra holufyllingu. Hún var brotin en leifar af tjöru- kenndu efni voru í botni hennar og lágu dökkir taumar niður bergið. Björn Ingvarsson og Helgi Bragason fóru aftur á umræddan stað hinn 1. september 1985 og tóku þá fleiri sýni og könnuðu næsta nágrenni staðarins. Höfundar þessa pistils fóru tvær ferðir að Lambatungnatindi þetta haust, hinn 19. september og 3.-5. október. Staðhættir voru þá athugaðir og fjöldi sýna tekin, þar á meðal 36 holufyllingar nreð jarðbiki. Ekki lék neinn vafi á því að jarðbikið hafði sest til í holum bergsins á þeim tíma þegar það ummyndaðist af jarðhita. Jarðbiksfundurinn í Lambatungna- tindi er einstakur þar sem þetta er fyrsti fundur jarðolíu hér á landi (Sveinn P. Jakobsson og Guðmundur Ó. Friðleifsson 1986). Margir kunna að velta því fyrir sér hvers vegna jarð- bikið hafi ekki fundist fyrr. Líklega er það fyrst og fremst vegna þess hversu einangraður staðurinn er, en einnig ber að gæta þess að einungis fáar Náttúrufræðingurinn 59 (4), bls. 169-188, 1990. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.