Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 39
25.000 m3 að meðaltali. í hlaupum í henni hafa margir týnt lífi. T.d. drukknuðu 5 menn í hlaupi hinn 9. ágúst 1974. Þá hefur hún einnig gert mikinn skaða á brúm og vegum þar sem hún fer í gegn um þorpið. Við sum önnur eldfjöll í Japan hef- ur verið settur upp annars konar bún- aður til þess að stöðva grjót, trjáboli og aðra stóra hluti í hlaupunum, t.d. við Usu-san. Það eru eins konar flóð- greiður (sjá 7.mynd) sem hleypa vatn- inu og fínna efni í gegn en tefja hlaup- ið í heild og taka úr því stærstu hlut- ina. Greiður þessar eru af margskonar gerð. Uppi í hlíðum Sakura-jima hefur víða verið komið fyrir ýmiskonar bún- aði sem skynjar hlaupin strax á meðan þau eru enn lítil og hátt uppi. Til þessa er maðal annars notast við myndavélar sem sífellt vaka yfir hættulegustu farvegunum. Þær eru tengdar almannavarnakerfinu niðri í byggðunum og láta vita jafnóðum og fyrstu hlaupgusur koma í farvegina. Sumar eru einnig beintengdar sérstök- um búnaði sem lokar vegum og brúm niðri í byggðunum sem geta verið í hættu og stöðva þannig umferð inn á hættusvæðin. Þá eru á mörgum stöð- um uppi standandi myndavélar sem skrá sjálft hlaupið. Myndirnar eru síð- an skoðaðar og rannsakaðar til þess að hægt sé að hanna öll varnarmann- virkin í sem bestu samræmi við hegð- un hlaupanna. Víða í Sakura-jima hafa verið byggð sérstök skýli meðfram vegum og á viðkvæmum svæðum sem fólk getur hlaupið í til þess að standa af sér gjóskufall í sprengingunum. Al- mannavarnarkerfið á Sakura-jima er mjög ítarlegt og þar eru haldnar æf- ingar með skólabörnum og öðrum reglulega (ló.mynd). Einu sinni á ári er alsherjaræfing, sem allir taka þátt í. Hún er alltaf haldin hinn 12 janúar, daginn sem stórgosið 1914 byrjaði (Kagoshima Prefecture 1987, Japan Sabo Association 1988, Ohsumi Work Office 1988a og b). KAGOSHIMAÞINGIÐ Vegna mikils álags af eldvirkninni í Kagoshimahéraðinu, einkum hins langvarandi goss í Sakura-jima sem veldur miklum vandræðum, efndu forráðamenn héraðsins til Kagoshima- þingsins. Þetta er fyrsta þing sinnar tegundar í heiminum og þing sem alla tíð mun lifa í hugum þeirra sem það sóttu. Þess mun lengi verða minnst sem upphafs og fyrirmyndar um já- kvæða og framsækna afstöðu til mál- efnis sem víða hefur gengið afar erfið- lega að fá stjórnvöld til þess að horf- ast í augu við af raunsæi. Slíkt hefur venjulega ekki tekist fyrr en eftir að náttúruöflin hafa minnt svo rækilega á sig að eftir lá slóð dauða og tortíming- ar. Kagoshimabúar eiga mikinn heið- ur og þakklæti skilið fyrir framtak sitt. Hætta af völdum eldvirkni og það sem henni tengist hefur að vísu verið rætt á nokkrum nýlegum þingum jarð- fræðinga og eldfjallafræðinga og í hópi nokkurra annarra sérfræðinga en yfir- leitt sem eitt af mörgum viðfangsefn- um þinganna. Fyrr hefur ekki verið stefnt saman á eitt þing öllum þeim ólíku stéttum manna og sérfræðingum á mismunandi sviðum sem í raun þurfa að hafa afskipti af þessum mál- um til þess að þinga um þau frá öllum mögulegum sjónarhornum. Kagoshimaþingið stóð í fimm daga og fór fram í Alþýðuhöllinni í borg- inni (17. mynd). Það var sett með mikilli viðhöfn, ávörpum og hrífandi sýningum á japönskum sagnadönsum og tónlistarflutningi að morgni hins 19. ágúst. Þar voru 2300 manns við- staddir þeirra á meðal hans hágöfgi 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.