Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 18
Tafla 5. Greiningar á kolefnissamsætum í jarðbiki og surtarbrandslaginu við lagganginn. The carbon isotopic composition of asphalt and the underlying lignite. Analyses by Björn Buchardt, the University of Copenhagen. Jarðbik NI 10846 Surtarbrandur NI 10851 ð13C = -27,67%0 ðl3C = -27,07%o Höfundar hallast að hinni skýring- unni, að innskotið hafi valdið stað- bundinni upphitun í setlaginu sem síð- ar leiddi til myndunar jarðolíunar. Hraunlagið ofan við surtarbrandinn er óvenju þétt, það hefur að mestu hindrað dreifingu jarðolíunnar í efri jarðlög, nema þar sem fíngerðar sprungur lágu inn í holufyllingar. Hálftómar holufyllingarnar hafa því verið nokkurs konar olíugildrur. Allmörg dænti eru þess, að jarðolía flytjist með jarðhitavatni sem leikur um setlög er innihalda lífrænar leifar. I Wyomingfylki í Bandaríkjunum, m.a. í Yellowstone-þjóðgarðinum, kemur upp vottur af jarðolíu á nokkr- um jarðhitasvæðum (Love og Good 1970). Á botni Kaliforníuflóa hefur fundist vottur af olíu á virku jarðhita- svæði, þar sem talið er að jarðhiti hafi valdið olíumyndun í setlögum en síð- an hafi jarðhitavatnið flutt olíuna upp (Simoneit og Lonsdale 1982). Sam- bærilegur fundur hefur verið gerður á Gordahryggnum, sem er rekhryggur á botni Kyrrahafsins. Þar finnst jarðbik innan um súlfíðsteindir í setlagi, en jarðhitavirkni veldur myndun jarðolí- unnar (Kvenvolden o.fl. 1986). Ýmis önnur dæmi mætti nefna þar sem inn- skotavirkni kann að hafa hleypt af stað olíumyndun. Fundurinn í Lambatungnatindi er þó að einu leyti einstakur að því best er vitað. Það er í fyrsta skipti sem menn sjá jarðolíu (jarðbik) sem „um- myndunarsteind“, sem hefur sitt ákveðna sæti meðal steinda í holufyll- ingum. NIÐURSTÖÐUR Ýmsar greiningar sem gerðar hafa verið á jarðbikssýnum frá Lamba- tungnatindi sýna, svo ekki verður um villst, að hér er um jarðolíu að ræða. Þessi jarðolía er upprunnin úr leifum gróðurs sem óx á landi. Gróðurleif- arnar hafa sest til í setlögum sem lentu á milli hraunlaga. Vísbending er um að þessar gróðurleifar hafi orðið fyrir skammvinnri upphitun á tiltölu- lega litlu dýpi í jarðskorpunni og olían þá myndast. Jarðolían fluttist með jarðhitavatni inn í hraunlag og settist að í holum. Jarðsaga Lambatungnasvæðisins, hvað varðar jarðbikið, er í höfuðdrátt- um þessi: í hlíðum Kollumúlaeld- stöðvarinnar mynduðust liraun fyrir um 5 milljónum ára. Löng hlé voru stundum á eldvirkninni og myndaðist þá gróður sem seinna kaffærðist af yngri hraunum. Jarðlagastaflinn náði a.m.k. 0,5 km þykkt og lághitaum- myndun byrjaði á núverandi Lamba- tungnasvæði við 40-80°C. í basalt- hraununum féllu út ummyndunar- steindir eins og límonít, síderít, smektít, zeólít, kalsít og ópall. Gróð- urleifarnar urðu að surtarbrandi. Jarðhitavirkni óx út frá megineld- stöðvunum og við 80-120°C féllu út steindir eins og agat, jaspís, bergkrist- 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.