Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 11
Tafla 2. Myndunarröð helstu ummyndunarsteinda í jarðbikshraunlaginu. The paragene- tic sequence of the main secondary minerals in the asphalt-bearing lava. I. Holur < 1 cm í þvermál; jarðhitaummyndun, hugsanlega við 40-80°C. Steindir: síderít-zeólít-smektít-kalsít. II. Holur > 1 cm í þvermál; jarðhitaummyndun milli háhitasvæða, hugsan- lega við 80-120°C. Steindir: agat-bergkristall-kalsít-agat-bergkristall. III. Holur > 1 cm þvermál; hitaummyndun á surtarbrandi vegna berginn- skota, líklega við 115-150°C. Steindir: jarðbik-bergkristall. dymít. Allar grennstu sprungur bergs- ins eru einnig fylltar einhverjum af fyrrnefndum steindum. Þessum um- myndunarsteindum má skipta í þrjá hópa. í fyrsta hópnum eru steindir í holum sem eru minni en u.þ.b. 1 cm í þvermál: síderít, zeólít, smektít og kalsít (sjá Töflu 2), en auk þess koma þar fyrir límónít, ópall og seladónít. Sömu steindir finnast á veggjum stærri hola. í öðrum hópum eru steindir í holum sem eru stærri en u.þ.b. 1 cm í þvermál, og utan á fyrrnefndum steindum: agat, bergkristall og kalsít. Auk þess kemur þar fyrir jaspís, brennisteinskís og e.t.v. trídymít. Jarðbikið er svo í þriðja hópnum, en það er oft klætt kísilhúð, aðallega bergkristal. Auðsætt er að þessir þrír steindahópar eru myndaðir við mis- munandi aðstæður. Fyrsti steindahópurinn er afleiðing einskonar fargummyndunar eða fyrstu lághitaummyndunar. Svipaður steinda- hópur myndaðist í Geitafellseldstöð- inni meðan hún var að hlaðast upp. Hann var talinn hafa myndast við út- skolun bergsins, fyrst í köldu grunn- vatni og síðan volgu og heitu (< 100°C) jarðhitavatni (Guðmundur Ó. Friðleifsson 1983a og b). Katjónirnar (Fe2+, Mg2+, Ca2+, Si4+) eru komnar úr berginu sjálfu, en vatn og koldíoxíð úr jarðhitavatninu. Þessi lághitaum- myndun hefur að líkindum orðið við 40-80°C. Annar steindahópurinn er að öllum líkindum bein afleiðing af háhita- virkni. Öll frumefnin voru aðkomin í einskonar affallsvatni úr háhitasvæð- um megineldstöðvanna. Kalsít- og kísilútfellingar eru ákaflega algengar í sprungubeltum sem teygjast út úr há- hitasvæðum. Nægir í því sambandi að vísa til silfurbergs- og jaspisnáma í Hoffellsfjalli í um 5 km fjarlægð (Guðmundur Ó. Friðleifsson 1983a). Helgi Torfason (1979) kortlagði út- breiðslu kalsíts umhverfis Kollumúla- eldstöðina, og komst að því að kalsít finnst eingöngu upp í 500-600 m hæð í Lambatungnatindi. Það ásamt halla- mislægi í jarðlagastaflanum í svipaðri hæð bendir til að yfirborð jarðar hafi varla verið mikið ofar þegar kalsít og bergkristall mynduðust í holufylling- unum neðst í Lambatungnatindi. ítarleg leit var gerð að svokölluðum vökvabólum í bergkristalnum og kals- ítinu. Þær má nota til að mæla þann hita sem kristallarnir mynduðust við. Engar nothæfar vökvabólur fundust og bendir það til að kristöllun hafi verið það hæg að jarðhitavökvinn hafi 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.