Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12
aldrei náð að lokast inni í kristalgrind- unum. Engin tök eru því á að fá ná- kvæmt mat á hitastigi við myndun annars steindahópsins, það er ein- hvers staðar um eða ofan við 100°C, áætlað hitabil er 80-120°C. Jarðbikið myndaðist með þriðja og síðasta steindahópnum, sem auk biks- ins inniheldur þunnar kísilskánir með smáum bergkristal utan á sumum jarðbikskúlunum. Útfellingarnar á jarðbikskúlunum (forsíðumynd) sanna að jarðolían hefur upprunalega flust með jarðhitavatninu. Mordenít (zeó- lítsteind) skagar inn í hálftómar holur í hraunlögunum rétt ofan við jarðbiks- hraunlagið og gæti því verið myndað á svipuðum tíma og jarðbikið. Freist- andi er að álykta að jarðbikið sé myndað um leið og zeólítabeltin ofar í Lambatungnatindi, og löngu eftir að kalsít og bergkristallinn mynduðust. Áður en það varð snöruðust neðstu 600 m Lambatungnatinds u.þ.b. 5° til norðvesturs. síðan bættist rúmlega 1 km stafli af hraunlögum ofan á, og heildarfarg á jarðbikshrauninu hefur þá svarað til 1,5 km jarðskorpu. Þá urðu til zeólítabeltin sem Helgi Torfa- son (1979) kortlagði, kabasít-thoms- ónít-belti efst en mesólít-skólesít-belti neðar. Miðað við 1,5 km farg og hitastigul um 100°C/km þá gæti jarðbikið hafa myndast milli 115-150°C án þess að staðbundinn hitagjafa hefði þurft til að hleypa myndun jarðolíu af stað í lífrænum setlögum. Annar möguleiki er sá að innskotavirkni í tengslum við kvarteru Múlatindamyndunina, sem er í u.þ.b. 1 km fjarlægð, hafi komið jarðolíumynduninni af stað. Svo sem fram kemur síðar í greininni benda rannsóknir til þess að jarðolían hafi myndast úr surtarbrandinum beint neðan við hraunið, vegna innskota sem þar urðu. JARÐBIKIÐ OG SAMSETNING ÞESS Jarðbikið virðist koma fyrir á tvennan hátt í holufyllingunum, ann- aðhvort fyllir það upp rými innan um bergkristal í miðjum, eða neðanverð- um holum, eða það myndar kúlur sem sitja á bergkristal og eru aftur þaktar húð af fíngerðum bergkristal, sbr. for- síðumynd þessa heftis Náttúrufræð- ingsins. Það er eftirtektarvert að jarð- bikskúlurnar sitja alltaf á botni holu- fyllinganna. Það bendir til þess að jarðolían hafi verið eðlisþyngri en jarðhitavatnið sem flutti olíuna úr surtarbrandinum. Olía blandast ekki við vatn og þegar jarðolíubólurnar hafa borist inn í bergholurnar hafa þær sokkið til botns. Há eðlisþyngd einkennir m.a. jarðolíu sem myndast á tiltölulega litlu dýpi í setlögum frá tertíertíma (Tissot og Welte 1984). Stærsta jarðbiksfyllingin sem við fund- um hefur verið um 4 cm í þvermál og nálægt 6-7 cnT áður en hún lak niður (5. mynd). Minnstu jarðbikskúlurnar eru aðeins um 0,2 mm í þvermál, sbr. 6. mynd. Alls söfnuðust nálægt 14-16 cm3 af jarðbiki. Seigja jarðbiksins var mjög mismunandi þegar það fannst. í flestum þeim holum sem voru alveg lokaðar, var seigjan lítil og bikið lak að mestu niður á nokkrum klukkutím- um við herbergishita. I öðrum tilvik- um, t.d. þar sem sprungur höfðu myndast í holufyllinguna þar sem hún sat í klettaveggnum, var jarðbikið eins og venjulegt malbik viðkomu. Við höfum valið að nota orðið jarð- bik um þetta svarta leðjukennda efni í Lambatungnatindi, þótt sumar fylling- arnar hafi nánast verið sem mjög þykk olía þegar þær fundust. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (Árni Böðvarsson 1985) er jarðbik „bik- kennd þykk leðja af lífrænum upp- runa, mynduð djúpt í jörðu“. I flest- 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.