Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 44
mikil og margvísleg áhrif á daglegt líf okkar og því ætti bæði alþjóðleg og þverfagleg samvinna í rannsóknum á eldvirkni að hafa mikinn forgang í skipulagningu rannsókna. 2) Það þarf að auka eftirlit með eldvirkum svæðum, nýta rannsóknar- niðurstöður og framfarir á ýmsum sviðum þekkingarinnar til þess að stuðla að góðri heilsu og öryggi þess fólks sem býr á eldvirkum svæðum, til þess að minnka þá áhættu sem dag- legu lífi og athöfnum á slíkum stöðum fylgir og til þess að draga úr áhrifum stórslysanna. Aukinn aðgangur að upplýsingum og traustari þekking á eldgosum stuðlar að sífellt gagnlegri skilningi og vaxandi samvinnu milli þjóða heimsins um þessi mál. 3) Nú er víða unnið að þýðingar- miklum rannsóknum sem miða að frekari notum á auðlindum og orku eldvirkninnar. Mikilvæg lífsgæði munu fylgja almennt aukinni notkun á nýjustu tækni og vaxandi fjölda hag- nýtra þróunarverkefna sem unnið er að í samvinnu háskólastofnana, stjórnvalda og einkaaðila. 4) Víða er lögð vaxandi áhersla á ferðamennsku og aðra starfsemi sem hagnýtir náttúruleg auðæfi eldvirkra svæða. A eldvirkum svæðum rísa því byggðir og þar verður að taka mið af sérstökum aðstæðum svæðanna. Til þess að ýta undir framfarir á þessum svæðum þarf að auka gagnkvæm skipti á nýtanlegri reynslu og kynna niðurstöður rannsókna á milli eld- virkra svæða um allan heim. 5) Til þess að nálgast ofangreind markmið er brýnt að stofnað verði til einnar eða fleiri stórra alþjóðlegra upplýsinga-, rannsókna- og þjálfunar- stöðva. Þingið mælir sterklega með því að strax verði hafist handa á veg- legan hátt og ákvörðun tekin af þeim þjóðum og samtökum, sem hlut eiga að máli, um að koma slíkum stofnun- um á fót. Alþjóðlega eldfjallaþingið í Kago- shima, með þátttakendum frá 30 þjóð- um um allan heim, var fyrsta ráðstefn- an í heiminum sem sérstaklega beindi margþættri og opinskárri athygli að vandamálunum í sambúðinni við eld- fjöllin. Kagoshima-þingið var haldið rétt áður en „Alþjóða áratugurinn fyrir fækkun stórslysa af völdum nátt- úruafla“ (Internatiqnal Decade for Natural Disaster Reduction) hefst, en Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir honum, og miðar hann að því að draga úr áhrifum af völdum náttúru- hamfara á jörðinni. Við trúum því að þetta hafi sérstaka og táknræna merk- ingu. Við vonum í einlægni að þetta þing muni verða til þess að menn beini aukinni athygli að eldvirkninni og það muni á margvíslegan hátt stuðla að framförum og þróun á öllum eldvirk- um svæðum jarðarinnar. 23.júlí 1988 Alþjóðlega eldfjallaþingið í Kagoshima. LOKAORÐ Þess má að sjálfsögðu spyrja hvert gagn sé af svona þingum. Svör þeirra sem reynslu hafa af því að sækja þau eru yfirleitt á eina lund, að opinská umræðan, kynni af þeim ólíku sjónar- miðum sem eru bundin mismunandi stöðum, kynni af vísindamönnum á sama rannsóknasviði frá öðrum lönd- um og svo framvegis, sé ætíð gagnleg. Auðvitað eru þing af þessum toga ólík og því hafa menn af þeim misjafnt gagn. Þetta þing var að dómi við- staddra óvenjulega vel heppnað. Það er ómetanlegt gagn af því fyrir íslenska eldfjallarannsakendur að komast í kynni við eldfjöll í öðrum löndum. íslensku eldfjöllin eru ólík 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.