Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 33
13 mynd Ennþá stíga gufur upp úr gígnum sem gaus fyrir þrem áratugum í Kiri- shima-yama. Þá rann seigt ísúrt hraun sem hrúgaðist upp og breiddist lítt út frá gígum. Fuming lava crater from 1959 in Kirishima-yama. Ljósm. plioto Páll Imsland. og mikil gufuvirkni (13. mynd). Þetta staðbundna sig og skjálftavirknin virð- ast vera afleiðing af kólnandi kviku á litlu dýpi undir staðnum. í heimildum sem ná aftur til ársins 742 er getið yfir 40 gosa í Kirishima. Þar líða því ekki nema um 30 ár að meðaltali á milli gosa (Kobayashi o.fl. 1981, Kobayashi og Kagiyama 1988). Kaimon-dake. Syðst á eyjunni Kyushu á Satsuma-hanto, skaganum vestan við Kagoshimaflóann, er þriðja eldfjallið, Kaimon-dake. Það er tæpa 50 km sunnan við Sakura-jima. Þetta er 924 m há keila, einföld og regluleg að formi. Hún þykir ganga næst Fuji- san að forml'egurð ineðal japanskra eldfjalla og er þar af leiðandi stundum nefnt „Satsuma Fuji“. Hún stendur á ströndinni syðst á Kyushu. Rétt fyrir norðan Kaimon-dake er stærðar stöðuvatn, Ikeda-vatnið. Það er öskjuvatn og á botni þess er gosefna- hrúgald. Askja þessi hefur ekki verið virk síðustu 2000 árin a.m.k. og sam- band hennar við Kaimo-dake eldfjall- ið er óþekkt ef það þá er nokkuð. Þarna ganga sagnir um skrímslið Issi sem lifa á í vatninu. A Ibusukiskagan- um sem er rétt austan við Kaimon- dake eru stunduð mjög óvenjuleg böð. Hér undir er jarðhiti og hvítur fjörusandurinn hitnar af jarðvarman- um. Fólk grefur sig í sandinn og lætur hann baka sig. Þetta er sagt vera afar notalegt og fylla líkamann vellíðan og er mjög vinsælt, einkum meðal ungra kvenna. Ryukyu-eyjar. Sunnan við Kyushu eru Ryukyu-eyjarnar og ná suður und- ir Taiwan. Þeirra á meðal er Okin- awa. Ryukyu-eyjar eru margar lítið annað en toppurinn á eldfjalli. Á eyj- unni Iwo-jima (Io-jima) tæpa 50 km 199

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.